Innlent

Rafsegulsvið svipað og í Svíþjóð

Andri Ólafsson skrifar
Orkuveita Reykjavíkur.
Orkuveita Reykjavíkur.

Ný rannsókn á rafsegulsviði í íbúðarhúsnæði sýnir að meðaltal rafsegulsviðs á íbúðarhúsnæði er svipað og í Svíþjóð.

Í fréttum okkar í gær sögðum við frá foreldrum fimm ára stúlku sem greindist með hvítblæði en foreldrarnir skoða nú réttarstöðu sína og hyggjast kæra Orkuveitu Reykjavíkur. Ástæðan er sú að mælingar leiddu í ljós að rafsegulsvið var langt yfir hættumörkum í húsi þeirra. Of hátt rafsegulsvið hefur mælst á heimilum þriggja barna sem glíma við hvítblæði.

Ekki hefur verið sannað með óyggjandi hætti að rafsegulsvið geti orsakað barnahvítbæði. En það hefur ekki verið útilokað heldur.

Geislavarnir ríkisins og Brunamálastofnun létu nýverið rannsaka rafsegulsvið á á annað hundrað heimilum. Flest heimilin voru nálægt spennustöðvum þar sem íbúar höfðu haft samband með áhyggju af af rafsegulsvið

Niðursöður rannsóknarinnar liggja fyrir þó þær hafa ekki verið gerðar opinberar. Þær eru í stuttu máli á þá leið að rafsegulsvið í íslensku íbúðarhúsnæði er svipað og í íbúðarhúsnæði í Svíþjóð. En sambærileg könnun var gerð þar í landi árið 2005

Samanburðurinn við Svíþjóð var gerður þar sem reglugerðir um frágang á rafmagni eru svipaðar hér og þar.

Rannsóknin leiddi líka í ljós að rafsegulsvið var ekki hærra í húsnæði sem er nálægt spennustöðvum en margir hafa áhyggjur af því að búa af nálægt slíkum stöðvum.

Rannsóknin verður gefin út í lok sumar en hún er nú í yfirlestri hjá samstarfsaðilum Geislavarna ríksisins. Í kjölfarið verður ákveðið hvort og til hvaða ráðstafana verður gripið til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×