Innlent

Sóttu mann suðvestur af Látrabjargi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það var í nógu að snúast hjá þyrlu Gæslunnar í gær.
Það var í nógu að snúast hjá þyrlu Gæslunnar í gær.
Sjúkraflutningamenn fóru að Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöld til að sækja veikan mann um borð í bát sem var við hafnarmynnið. Maðurinn var talinn bráðveikur og var í fyrstu ákveðið að grípa til þess ráðs að ferja sjúkraflutningamenn til bátsins með öðrum björgunarbát. Síðan var ákveðið að kalla til þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja manninn í land. Þrátt fyrir björgunaraðgerðir var maðurinn úrskurðaður látinn þegar búið var að flytja hann í land.

Þá sótti TF - LÍF þyrla Landhelgisgæslunnar veikan mann um borð í togarann Kleifarberg um 50 sjómílur suðvestur af Látrabjargi um níuleytið í gær. Hann var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahús í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×