Lífið

Dreymir um Rihönnu

Poppdívan Rihanna hefur ekki talað um hvort hún vilji syngja með Boyle.
Fréttablaðið/getty
Poppdívan Rihanna hefur ekki talað um hvort hún vilji syngja með Boyle. Fréttablaðið/getty

Breska söngkonan Susan Boyle vill ólm syngja dúett með bandarísku poppdívunni Rihönnu. Boyle lítur á Rihönnu sem keppinaut sinn í poppbransanum og vill meina að ef þær tvær leiða saman hesta sína á plötu myndi það slá í gegn.

Ekki er vitað hvernig Rihanna sjálf tekur í þessar pælingar bresku X Factor-stjörnunnar en gaman verður að fylgjast með ef af samstarfi verður. Fjölmiðlar vestanhafs telja það samt harla ólíklegt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.