Innlent

Óvíst hvenær umferð verður hleypt á veginn

Markarfljót var orðinn ökuhæfur í gærkvöldi, en óljóst er hvenær hann verður opnaður á ný fyrir almennri umferð. Fréttablaðið/daníel
Markarfljót var orðinn ökuhæfur í gærkvöldi, en óljóst er hvenær hann verður opnaður á ný fyrir almennri umferð. Fréttablaðið/daníel
Verktakar luku í gær við bráðabirgðaviðgerð á þjóðvegi 1, hringveginum, við Markarfljótsbrú en ekki hefur verið ákveðið hvenær vegurinn verður opnaður fyrir almennri umferð. Einnig var gert við varnargarða sem verja veginn og brúna yfir Markarfljót.

Almannavarnir munu taka ákvörðun um hvort vegurinn verður opnaður í dag, en þeir sem fengið hafa að nota gömlu brúna til að komast yfir fljótið hingað til geta hér eftir notað nýju brúna.

Vegurinn var rofinn með stórvirkum vinnuvélum þegar hlaup kom í Markarfljót á miðvikudag. Talið er að það hafi bjargað brúnni. - bj


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×