Enski boltinn

Giggs í skallameðferð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Ellikelling getur verið hundleiðinleg og það þekkir hinn 36 ára gamli leikmaður Man. Utd, Ryan Giggs, vel. Hárið á kappanum hefur verið að þynnast talsvert síðustu ár og hann er þess utan kominn með gott tungl eins og það er kallað.

Giggs er ekki sáttur við þessa þróun og hefur sagt skallablettunum stríð á hendur.

Welski vængmaðurinn fer einu sinni í viku í rándýra meðferð þar sem leysigeislum er beitt til þess að virkja hárvöxt á nýjan leik og geislarnir eiga einnig að gera hárið þykkara en áður var.

Giggs hefur víst verið að ná fínum árangri í þessari meðferð og er nú svo komið að liðsfélagar hans eru farnir að stríða honum á því hversu einkennilegt það sé að lubbinn sé þykkari með hverri æfingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×