Innlent

Sjósundsgjörningur við Ægissíðu

William Hunt á kafi í nútímalist.
William Hunt á kafi í nútímalist.

Í kvöld mun breskur myndlistarmaður standa fyrir óvenjulegum gjörningi við Ægissíðuna í kvöld. Hann mun standa í stiga úti á hafi í háflóði. Þessi gjörningur er hápunktur og lokaatriði listahátíðarinnar Villa Reykjavík.

Lilja Gunnarsdóttir, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, segir William Hunt vera í miklum tengslum við náttúruna. Meðal annars hafi hann framið gjörning þar sem hann hafi sungið í bíl fylltum af vatni og flutt tónlist hangandi á hvolfi.

Ægissíðan er vinsæll sjósundsstaður en sú íþrótt nýtur vaxandi hylli meðal Íslendinga. Spurður hvort þetta sé einhverskonar sjósundsgjörningu segir Lilja að William muni ekki þreyta marvaðann - „Það verður farið með hann í bát og svo fer hann í stigann. Hann mun blotna en ekki synda."

Listahátíðin Villa Reykjavík er í samstarfi við erlend myndlistargallerí frá helstu stórborgum Evrópu. Lilja hvetur sem flesta að mæta á þennan óvenjulega viðburð og lofar öðruvísi upplifun - þar sem rauðgullin kvöldsólin, og bresk nútímalist munu mynda eina heild.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×