Innlent

Varað við framúrakstri

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Umferðarstofu hefur borist upplýsingar um það að mikil umferð sé á Suðurlandsvegi og töluvert sé um hættulegan framúrakstur.

Vegfarandi sem hafði samband við Umferðarstofu sagði að í Kömbunum hefði verið töluvert um það að ökumenn færu fram úr þar sem heil óbrotin lína afmarkar bann við framúrakstri. Heil óbrotin lína er til marks um það að framúrakstur er hættulegur og eru ökumenn hvattir til að sýna þolinmæði og taka ekki framúr við slíkar aðstæður eða annarstaðar þar sem hætta getur stafað af.

Einnig eru ökumenn sem eru með eftirvagna, og mega þar af leiðandi mest aka á 80 kílómetra hraða, hvattir til að haga akstri þannig að auðvelt sé að fara fram úr þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×