Innlent

Mikil umferð í gegnum Selfoss

Mikil umferð hefur verið í gegnum Selfoss frá hádegi í dag og þyngdist hún jafn og þétt. Umferðin fór þó minnkandi um sjö leytið í kvöld, að sögn lögregluþjóns. Spáð er mikilli veðurblíðu á svæðinu um helgina.

Það verður Bryggjuhátíð á Stokkseyri um helgina og ball á Flúðum.

Umferðin hefur verið mikil síðustu helgar.

Erilsamt hefur verið hjá lögreglunni í dag en málin hafa ekki verið stór í sniðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×