Innlent

Skotpallur fyrir einkageimferðir

Pallurinn í Kasakstan var reistur á Sovéttímanum en Rússar leigja hann nú af heimamönnum. Fréttablaðið/
Pallurinn í Kasakstan var reistur á Sovéttímanum en Rússar leigja hann nú af heimamönnum. Fréttablaðið/
Yfirvöld í Rússlandi ætla að verja jafnvirði 122 milljarða króna í eldflaugaskotpall í austurhluta landsins, að sögn breska ríkisútvarpsins. Vladimír Pútín forsætisráðherra tilkynnti um þessi áform í gær. Pallurinn á að minnka álagið á skotpallinn í Baikonur í Kasakstan, sem reistur var á Sovéttímanum.

Nýi skotpallurinn rís í bænum Uglegorsk í Armur-héraði í austurhluta landsins, skammt frá landamærum Rússlands og Kína. Búist er við að pallurinn verði tekinn í gagnið árið 2015 en hann verður aðallega notaður fyrir einkageimferðir. Að sögn forstjóra rússnesku geimferðastofnunarinnar munu um 30 þúsund sérfræðingar taka þátt í smíði pallsins. Hann verður nokkru minni en skotpallurinn í Kasakstan, sem Rússar hafa leigt af heimamönnum, eða um 700 ferkílómetrar.

Pútín lagði áherslu á að skotpallurinn væri fyrst og fremst ætlaður fyrir einkageimferðir en hann myndi líka tryggja sjálfstæði Rússlands í geimferðum.

Búist er við að framkvæmdir við skotpallinn hefjist árið 2012. - bs



Fleiri fréttir

Sjá meira


×