Innlent

Sjö kínversk börn ættleidd

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Leifsstöð. Börnin komu til landsins í dag.
Leifsstöð. Börnin komu til landsins í dag.
Síðdegis í gær komu heim til landsins sjö íslenskar fjölskyldur sem dvalið höfðu í tvær vikur Kína fyrir milligöngu Íslenskrar ættleiðingar. Með í för voru sjö nýir Íslendingar, fimm stúlkur og tveir drengir sem fjölskyldurnar ættleiddu. Fyrir nærri þremur árum síðan var jafn stór hópur barna ættleiddur til landsins í einu, en það var í september 2007 þegar 8 stúlkur komu með nýjum fjölskyldum sínum frá Hubei í Kína.

Núna eru ættleiðingar með milligöngu Íslenskra ættleiðingar orðnar jafn margar og þær voru allt árið í fyrra en þeim hefur fækkað nokkuð undanfarin ár. Samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri ættleiðingu hafa ættleiðingar að jafnaði verið þrettán á ári undanfarin ár en árin þar á undan voru börn sem ættleidd voru til landsins að jafnaði um þrjátíu talsins. Nú eru börnin sem ættleidd hafa verið til landsins á árinu fyrir milligöngu Íslenskrar ættleiðingar orðin fjórtán en það eru jafn margir einstaklingar og ættleiddir voru allt árið í fyrra. Börnin sem komið hafa til landsins á þessu ári eru frá Kólumbíu, Tékklandi, Indlandi og Kína en flest koma þau frá Kína.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.