Lífið

Stærri en Titanic

Avatar Avatar er orðin tekjuhæsta mynd allra tíma.
Avatar Avatar er orðin tekjuhæsta mynd allra tíma.
Stórmyndin Avatar hefur siglt fram úr Titanic sem tekjuhæsta mynd allra tíma. Á aðeins sex vikum hefur hún halað inn um 240 milljörðum króna og þar með á leikstjórinn James Cameron tvær tekjuhæstu myndir sögunnar. Met Titanic var sett á árunum 1997 til 1998 og töldu margir að það yrði seint slegið. Tekjuhæsta mynd allra tíma í Norður-Ameríku er aftur á móti enn þá Gone With the Wind sem kom út árið 1939 með Clark Gable og Vivien Leigh í aðalhlutverkum. Margir telja líklegt að Avatar hljóti fjölda tilnefninga til Óskarsverðlauna en tilkynnt verður um þær á þriðjudaginn. Stutt er síðan myndin hlaut tvenn Golden Globe-verðlaun.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×