Innlent

Skattmann hirðir fátækrastyrkinn

SB skrifar
Neyðin er mikil í Reykjavík um þessar mundir.
Neyðin er mikil í Reykjavík um þessar mundir.
Þeir sem hljóta 15 þúsund krónu fátækrastyrk Reykjavíkurborgar nú í sumar gætu þurft að borg rúmar 5000 krónur af styrknum í skatt - eða um þriðjung styrksins. Þetta kemur fram í svari frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Vísis.

Í svarinu frá Ellý Öldu Þorsteinsdóttur, skrifstofustjóra velferðarmála, segir að skattur af sumarstyrknum geti numið rúmum 5000 krónum. Spurð hverjar reglurnar væru sagði Ellý að ef sá aðili sem hlýtur styrkinn hljóti jafnframt fulla framfærslu frá Reykjavíkurborg, sem nemur 125 þúsund krónum, séu 5583 krónur teknar í skatt af 15 þúsund króna styrknum.

Þeir sem hljóta fjárhagsaðstoð til framfærslu mega ekki vera með tekjur annarsstaðar en þú getur einnig átt rétt á fjárhagsaðstoð fáir þú hluta atvinnuleysisbóta en heildarupphæðin nemur þá að mestu 125 þúsund krónum.

Þegar 15 þúsund króna sumarstyrkurinn var samþykktur sagði í ályktun Samfylkingarinnar, Besta flokksins og Vinstri Grænna að það væri afleitt að hundruðir einstaklinga þyrftu að leita til hjálparsamtaka í hverri viku til að þiggja matargjafir.

„Ljóst er að sumaruppbót þessi gerir engan gæfumun hvað kjör viðkomandi einstaklinga varðar en líta má á sem táknrænt skref í áttina að þeirri leiðréttingu sem fyrir liggur á kjörum hinna lægst launuðu," sagði í ályktuninni. Fæstum hefði þó dottið í hug að af hinni óvæntu peningagjöf myndi þriðjungurinn fara í skatt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×