Innlent

Svaraði ekki beint um stuðning allra í ríkisstjórn við Icesave

Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra og þingmaður VG svaraði því ekki beint þegar hann var spurður að því á þingi í dag hvort Icesave málið hafi verið samþykkt í ríkisstjórn og þingflokkum stjórnarflokkanna. Þá sagðist hann ætla að sjá til með það hvort Icesavemálið farið að lokum í þjóðaratkvæðagreiðslu.

„Það var samdóma álit allra ráðherra í ríkisstjórn að láta drögin að nýju Icesave samkomulagi ganga til Alþingis til umfjöllunar," sagði Ögmundur og sagðist vona að menn beri gæfu til að taka málefnalega á því þar.

Guðlaugur Þór Þórðarson, sem spurði ráðherrann upphaflega, fór þá aftur í pontu og sagði að ráðherrann svari ekki einföldum spurningum. Ögmundur tók þá aftur til máls og sagði þá að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu ef þau eru „gríðarlega umdeild". Núna liggi fyrir drög að samkomulagi í Icesave sem bíði umfjöllunar þingsins. „Af þeirri niðurstöðu munu viðbrögðin í samfélaginu ráðast," sagði Ögmundur og bætti við að viðbrögð sín munu ráðast af umfjöllun málsins á þingi. Hann bætti við að sér þætti dapurlegt að sjá hvernig Sjálfstæðisflokkurinn væri að „taka niður um sig" í Icesave málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×