Kaup Magma hugsanlega kærð til ESA 13. júlí 2010 01:00 Katrín Júlíusdóttir. Iðnaðarnefnd Alþingis fundaði í gær, að beiðni Margrétar Tryggvadóttur þingmanns Hreyfingarinnar, um mál Magma Energy. Eftir fundinn sagðist Margrét ætla að skoða hvort tilefni sé til að kæra ákvörðun nefndar um erlenda fjárfestinga til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur tvisvar fjallað um kaupin. Í bæði skiptin klofnaði hún en meirihluti taldi kaupin lögmæt. „Þetta var mjög góður og gagnlegur fundur. Við fengum þarna tvo ráðherra, nefnd um erlenda fjárfestingu og fulltrúa frá Magma til að ræða við," sagði Margrét og bætti við: „Það sem að stendur upp úr er að íslensk stjórnvöld virðast vera föst í þessum 2007 hugsunarhætti um að það sé æðislega sniðugt að reyna einhvern veginn að komast alltaf framhjá lögum." Margrét segir meirihluta nefndar um erlenda fjárfestingu hafa skort kjark til að meta kaupin ólögmæt þar sem ekkert sambærilegt mál hafi farið fyrir dóm á EES svæðinu. Hún segir öll lögskýringargögn benda til þess að úrskurða eigi lögin ólögleg eins og minnihluti nefndarinnar hafi bent á. Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, sagðist ekki hafa sérstaka skoðun á því hvort einhver myndi kæra ákvörðun nefndarinnar til ESA en nefndin starfar undir efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Hún kvaðst þó ekki rengja niðurstöðu meirihluta nefndarinnar sem hefði fengið álit frá fjórum sérfræðingum. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að tilefni væri til inngripa af hálfu ríkisvaldsins. Aðspurð hvort henni þyki það koma til greina svaraði Katrín að sér hefði fundist það þegar fjármálaráðherra skoðaði málið síðasta vetur. Hins vegar hefði ekki fundist flötur á því á þeim tíma og enginn hafi bent á það hvernig hægt væri að grípa inn í málin nú. „Þau tæki og tól sem ég hef í höndunum eru þau að reyna að ganga til samninga við þessa aðila um forkaupsrétt ríkisins á hlutnum þannig að þegar betur árar hjá ríkinu getum við keypt hann vilji þeir selja hann. Það tryggir líka að það verði ekki braskað með hlutinn," sagði Katrín og bætti því við að Ross Beaty, forstjóri Magma, hafi tekið vel í hugmyndir ráðherra um forkaupsrétt ríkisins þegar málið hafi verið rætt í vor. Katrín segir engan efnislegan ágreining um málið innan ríkisstjórnarinnar og sagði ríkisstjórnarflokkana vera sammála um það að þeir ætluðu ekki að selja orkufyrirtæki eins og sum sveitarfélög hafa gert. Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Iðnaðarnefnd Alþingis fundaði í gær, að beiðni Margrétar Tryggvadóttur þingmanns Hreyfingarinnar, um mál Magma Energy. Eftir fundinn sagðist Margrét ætla að skoða hvort tilefni sé til að kæra ákvörðun nefndar um erlenda fjárfestinga til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur tvisvar fjallað um kaupin. Í bæði skiptin klofnaði hún en meirihluti taldi kaupin lögmæt. „Þetta var mjög góður og gagnlegur fundur. Við fengum þarna tvo ráðherra, nefnd um erlenda fjárfestingu og fulltrúa frá Magma til að ræða við," sagði Margrét og bætti við: „Það sem að stendur upp úr er að íslensk stjórnvöld virðast vera föst í þessum 2007 hugsunarhætti um að það sé æðislega sniðugt að reyna einhvern veginn að komast alltaf framhjá lögum." Margrét segir meirihluta nefndar um erlenda fjárfestingu hafa skort kjark til að meta kaupin ólögmæt þar sem ekkert sambærilegt mál hafi farið fyrir dóm á EES svæðinu. Hún segir öll lögskýringargögn benda til þess að úrskurða eigi lögin ólögleg eins og minnihluti nefndarinnar hafi bent á. Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, sagðist ekki hafa sérstaka skoðun á því hvort einhver myndi kæra ákvörðun nefndarinnar til ESA en nefndin starfar undir efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Hún kvaðst þó ekki rengja niðurstöðu meirihluta nefndarinnar sem hefði fengið álit frá fjórum sérfræðingum. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að tilefni væri til inngripa af hálfu ríkisvaldsins. Aðspurð hvort henni þyki það koma til greina svaraði Katrín að sér hefði fundist það þegar fjármálaráðherra skoðaði málið síðasta vetur. Hins vegar hefði ekki fundist flötur á því á þeim tíma og enginn hafi bent á það hvernig hægt væri að grípa inn í málin nú. „Þau tæki og tól sem ég hef í höndunum eru þau að reyna að ganga til samninga við þessa aðila um forkaupsrétt ríkisins á hlutnum þannig að þegar betur árar hjá ríkinu getum við keypt hann vilji þeir selja hann. Það tryggir líka að það verði ekki braskað með hlutinn," sagði Katrín og bætti því við að Ross Beaty, forstjóri Magma, hafi tekið vel í hugmyndir ráðherra um forkaupsrétt ríkisins þegar málið hafi verið rætt í vor. Katrín segir engan efnislegan ágreining um málið innan ríkisstjórnarinnar og sagði ríkisstjórnarflokkana vera sammála um það að þeir ætluðu ekki að selja orkufyrirtæki eins og sum sveitarfélög hafa gert.
Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira