Innlent

Steingrímur segir ósanngjarnt að bera samningana saman

Steingrímur J. Sigfússon segir samninginn risaáfanga í endurreisn Íslands
Steingrímur J. Sigfússon segir samninginn risaáfanga í endurreisn Íslands
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra er mjög ánægður með nýjan Icesave-samning og segir hann vera risaáfanga í endurreisn Íslands. Hann bendir á að allt aðrar aðstæður séu nú en þegar fyrri samningur var gerður í fyrrasumar og því sé ekki sanngjarnt að bera samningana saman.

Steingrímur var gestur í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun þar sem hann ræddi um Icesave-samninginn.

Formenn stjórnarflokkana hafa sætt gagnrýni eftir að ljóst var að nýi samningurinn er mun hagstæðari fyrir Íslendinga en sá fyrri. Sem kunnugt er var þeim samningi hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Að mati Steingríms er hins vegar ekki hægt að bera þessa samninga saman þar sem ólíkar forsendur liggja að baki þeim og staða Íslands í samningaferlinu betri nú.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×