Innlent

Ekkert samkomulag um Icesave frumvarp

Tilraunir forystumanna ríkisstjórnarinnar til þess að fá stjórnarandstöðuna í lið með sér við framlagningu frumvarps vegna Icesave-samninganna fóru út um þúfur í dag.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hittu Bjarna Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, Margréti Tryggvadóttur, Hreyfingunni og Sigurð Inga Jóhannsson, Framsóknarflokki á fundi í dag. Fundurinn stóð þó ekki lengi því stjórnarandstaðan hafnaði því algerlega að leggja frumvarpið fram með ríkisstjórninni.

Forsætisráðherra sagðist þó að fundi loknum vonast til þess að sátt næðist í málinu og að stjórnarandstaðan muni styðja frumvarpið að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×