Innlent

Hefur ekki gefið sér tíma enn

Gísli Marteinn Baldursson
„Þetta er ekki neitt neitt.“fréttablaðið/VALLI
Gísli Marteinn Baldursson „Þetta er ekki neitt neitt.“fréttablaðið/VALLI

„Ég geri það á morgun eða hinn,“ sagði Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi í gær, spurður hvenær hann hyggst gefa upp nöfn þeirra fyrirtækja sem gáfu honum styrki fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006.

„Ég hef bara ekki gefið mér tíma í þetta ennþá. Það hefur verið nóg að gera,“ segir Gísli Marteinn.

Í byrjun maí sagði Gísli Marteinn í viðtali við DV að hann myndi birta nöfnin einhvern tímann fyrir kosningar. Nú eru aðeins fáeinir dagar þar til borgarstjórnarkosningar verða haldnar, en Gísli Marteinn segist engar áhyggjur hafa af því að þessar upplýsingar geti haft áhrif á útkomu þeirra.

„Nei, nei. Þetta er ekki neitt neitt. Ég er þegar búinn að gefa upp helminginn af þessu og þetta eru svo litlar upphæðir hjá mér. Hæsti styrkurinn hjá mér er milljón.“

Hann segist ætla að setja upplýsingarnar á heimasíðu sína, líklega í dag eða á morgun.- gb



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×