Þeytir skífum á stærsta skemmtistað í heimi 7. júlí 2010 03:00 Benedikt Stefánsson sigraði í alþjóðlegri plötusnúðakeppni og fær í verðlaun að spila á stærsta skemmtistað í heimi. Fréttablaðið/Arnþór Plötusnúðurinn Benedikt Stefánsson, betur þekktur sem DJ BenSol, vann fyrstu verðlaun í alþjóðlegu plötusnúðakeppninni Let's Mix fyrir skemmstu. Í verðlaun fær Benedikt tækifæri til að þeyta skífum á einum vinsælasta skemmtistað heims, Space á Ibiza, fyrstur Íslendinga. „Ég er búinn að starfa sem plötusnúður frá árinu 2009 og hef verið að spila á hinum og þessum skemmtistöðum í Reykjavík. Þess á milli hef ég tekið þátt í ýmsum erlendum plötusnúðakeppnum sem vinum mínum hefur þótt svolítið hlægilegt, þar til núna," segir Benedikt kampakátur, en hann starfar sem kerfisfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur á daginn. Benedikt sendi inn tónlistarmix í keppnina þar sem almenningur greiddi sínum uppáhaldsplötusnúð atkvæði. Þeir plötusnúðar sem hlutu flest atkvæði fengu því næst áheyrn hjá sérstakri dómnefnd sem valdi að lokum sigurvegara. Space er einn stærsti og vinsælasti skemmtistaður heims og þar spila aðeins þeir allra færustu og bestu. Benedikt segir þetta einstakt tækifæri enda fái hann að spila með mönnum á borð við Groove Armada, James Zabiela, Carl Craig, Joris Voorn ásamt öðrum. „Nú verður maður að standa sig, maður fær bara eitt svona tækifæri á ævinni. Óskastaðan er að maður kynnist í kjölfarið fólki í bransanum og komi sér upp góðum samböndum fyrir framtíðina. Það eru sex eða sjö dansgólf á Space og þar er spilað í fjórtán klukkustundir samfleytt og ég held að hver plötusnúður fái tvo til þrjá tíma í senn." Aðspurður segist Benedikt ekki vera búinn að undirbúa sig fyrir Ibiza-ferðina enn þá þar sem hann viti ekki á hvaða tíma hann spili. „Ég veit ekki hvenær ég spila eða á hvaða dansgólfi og þess vegna er ég ekki búinn að ákveða prógrammið enn þá. En ég er byrjaður að æfa mig og eyddi síðustu helgi uppi í bústað með græjunum mínum," segir Benedikt að lokum. sara@frettabladid.is Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Taylor Swift trúlofuð Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Fleiri fréttir Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Sjá meira
Plötusnúðurinn Benedikt Stefánsson, betur þekktur sem DJ BenSol, vann fyrstu verðlaun í alþjóðlegu plötusnúðakeppninni Let's Mix fyrir skemmstu. Í verðlaun fær Benedikt tækifæri til að þeyta skífum á einum vinsælasta skemmtistað heims, Space á Ibiza, fyrstur Íslendinga. „Ég er búinn að starfa sem plötusnúður frá árinu 2009 og hef verið að spila á hinum og þessum skemmtistöðum í Reykjavík. Þess á milli hef ég tekið þátt í ýmsum erlendum plötusnúðakeppnum sem vinum mínum hefur þótt svolítið hlægilegt, þar til núna," segir Benedikt kampakátur, en hann starfar sem kerfisfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur á daginn. Benedikt sendi inn tónlistarmix í keppnina þar sem almenningur greiddi sínum uppáhaldsplötusnúð atkvæði. Þeir plötusnúðar sem hlutu flest atkvæði fengu því næst áheyrn hjá sérstakri dómnefnd sem valdi að lokum sigurvegara. Space er einn stærsti og vinsælasti skemmtistaður heims og þar spila aðeins þeir allra færustu og bestu. Benedikt segir þetta einstakt tækifæri enda fái hann að spila með mönnum á borð við Groove Armada, James Zabiela, Carl Craig, Joris Voorn ásamt öðrum. „Nú verður maður að standa sig, maður fær bara eitt svona tækifæri á ævinni. Óskastaðan er að maður kynnist í kjölfarið fólki í bransanum og komi sér upp góðum samböndum fyrir framtíðina. Það eru sex eða sjö dansgólf á Space og þar er spilað í fjórtán klukkustundir samfleytt og ég held að hver plötusnúður fái tvo til þrjá tíma í senn." Aðspurður segist Benedikt ekki vera búinn að undirbúa sig fyrir Ibiza-ferðina enn þá þar sem hann viti ekki á hvaða tíma hann spili. „Ég veit ekki hvenær ég spila eða á hvaða dansgólfi og þess vegna er ég ekki búinn að ákveða prógrammið enn þá. En ég er byrjaður að æfa mig og eyddi síðustu helgi uppi í bústað með græjunum mínum," segir Benedikt að lokum. sara@frettabladid.is
Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Taylor Swift trúlofuð Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Fleiri fréttir Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Sjá meira