Enski boltinn

Kuyt bjartsýnn fyrir jólavertíðina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hollendingurinn Dirk Kuyt hjá Liverpool er bjartsýnismaður og hann fer inn í jólatörnina fullviss um að Liverpool geti mokað inn stigum og farið að þjarma að fjórum efstu liðunum í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool er sem stendur einum níu stigum frá sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð en Liverpool á að spila fjóra leiki á ellefu dögum um jólin og þá getur margt gerst.

Liverpool mætur þá Wolves, Bolton, Blackpool og Blackburn.

"Jólavertíðin er ein sú mikilvægasta á tímabilinu. Ef við komumst á gott skrið þá er ég viss um að við getum nálgast efstu fjögur liðin. Ég er viss um að toppliðin munu tapa stigum og ef við vinnum alla fjóra leikina okkar þá er aldrei að vita hver staðan verður," sagði Kuyt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×