Getur valdið lungnaskaða 17. apríl 2010 02:00 Eyjafjallajökull. Mynd Signý. Heilbrigðisyfirvöld mæla eindregið með því að þeir sem búa á svæðum þar sem öskufalls gætir geri viðeigandi varúðarráðstafanir. Askan er afar fínkornótt og á greiða leið niður í öndunarfæri og það getur valdið fólki lungnaskaða. Fólk sem á við öndunarfærasjúkdóma að stríða ætti að fara sérstaklega varlega. Það sama á við um börn. Hvernig ber að varast heilsuspillandi áhrif öskufalls? Umhverfisstofnun hefur gefið út leiðbeiningar vegna öskufallsins. Þar segir að þar sem er sýnilegt öskufall er fólki ráðlagt að vera ekki á ferli að óþörfu. Ef fólk fer út á að hafa grímu eða blautan klút fyrir vitum. Viðkvæmir skulu halda sig innandyra og mælt er með notkun hlífðargleraugna. Þar sem ekki er áberandi öskufall, en greina má mistur, getur jafnframt verið varhugavert að vera á ferli. Fínni hluti gjóskunnar er ekki síður varasamur fyrir öndunarfærin en sjálft öskufallið og getur borist víða. Kornastærðargreining af sýni sem tekið var af Mýrdalssandi sýnir að fjórðungur gjóskunnar þar er svifryk, en það á greiða leið niður í lungu og getur haft áhrif á heilsu. Eftir því sem fjær dregur má gera ráð fyrir að hlutfall svifryks aukist. Umhverfisstofnun er að setja upp svifryksmæli austan við gosstöðvarnar til að mæla mengun þar sem ekki er sýnilegt öskufall og mun birta niðurstöður þeirra mælinga. Kristján Geirsson, deildarstjóri á Umhverfisstofnun, segir að gjóskan sé mjög misjöfn að gerð og erfitt að koma við fullkominni vörn gegn henni. Eins skiptir máli hversu lengi mengunarinnar gætir á hverjum stað, en mestu skipti að fólk bregðist við aðstæðum á viðeigandi hátt. „Askan er verri en það svifryk sem við þekkjum vegna þess að það eru skarpari brúnir á öskunni. Hún er því meira ertandi en annað svifryk," segir Kristján. Mengun andrúmsloftsins er ekki aðeins bundin við rykmengun; með mekkinum berast einnig lofttegundir, eins og til dæmis brennisteinsoxíð, sem eru óheilnæmar. Almennar leiðbeiningar um mengun vegna eldgossins er að finna á vef Umhverfisstofnunar og Almannavarna. svavar@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld mæla eindregið með því að þeir sem búa á svæðum þar sem öskufalls gætir geri viðeigandi varúðarráðstafanir. Askan er afar fínkornótt og á greiða leið niður í öndunarfæri og það getur valdið fólki lungnaskaða. Fólk sem á við öndunarfærasjúkdóma að stríða ætti að fara sérstaklega varlega. Það sama á við um börn. Hvernig ber að varast heilsuspillandi áhrif öskufalls? Umhverfisstofnun hefur gefið út leiðbeiningar vegna öskufallsins. Þar segir að þar sem er sýnilegt öskufall er fólki ráðlagt að vera ekki á ferli að óþörfu. Ef fólk fer út á að hafa grímu eða blautan klút fyrir vitum. Viðkvæmir skulu halda sig innandyra og mælt er með notkun hlífðargleraugna. Þar sem ekki er áberandi öskufall, en greina má mistur, getur jafnframt verið varhugavert að vera á ferli. Fínni hluti gjóskunnar er ekki síður varasamur fyrir öndunarfærin en sjálft öskufallið og getur borist víða. Kornastærðargreining af sýni sem tekið var af Mýrdalssandi sýnir að fjórðungur gjóskunnar þar er svifryk, en það á greiða leið niður í lungu og getur haft áhrif á heilsu. Eftir því sem fjær dregur má gera ráð fyrir að hlutfall svifryks aukist. Umhverfisstofnun er að setja upp svifryksmæli austan við gosstöðvarnar til að mæla mengun þar sem ekki er sýnilegt öskufall og mun birta niðurstöður þeirra mælinga. Kristján Geirsson, deildarstjóri á Umhverfisstofnun, segir að gjóskan sé mjög misjöfn að gerð og erfitt að koma við fullkominni vörn gegn henni. Eins skiptir máli hversu lengi mengunarinnar gætir á hverjum stað, en mestu skipti að fólk bregðist við aðstæðum á viðeigandi hátt. „Askan er verri en það svifryk sem við þekkjum vegna þess að það eru skarpari brúnir á öskunni. Hún er því meira ertandi en annað svifryk," segir Kristján. Mengun andrúmsloftsins er ekki aðeins bundin við rykmengun; með mekkinum berast einnig lofttegundir, eins og til dæmis brennisteinsoxíð, sem eru óheilnæmar. Almennar leiðbeiningar um mengun vegna eldgossins er að finna á vef Umhverfisstofnunar og Almannavarna. svavar@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira