Hvalaskoðun vinsælasta afþreying ferðamanna 18. júlí 2010 18:36 Hvalaskoðun er ein vinsælasta afþreying erlendra ferðmanna á Íslandi en atvinnugreinin skilar þjóðarbúinu milljörðum króna árlega. Þorbjörn Þórðarson fréttamaður skellti sér í hvalaskoðun í Faxaflóa, en sjá má myndskeið af hrefnum í flóanum með fréttinni. Hvalaskoðunarferðir eru ein vinsælasta afþreying erlendra ferðamanna á Íslandi, en atvinnugreinin á sér aðeins fimmtán ára þróunarferli hér á landi. Stöðugur straumur af ferðamönnum er við Reykjavíkurhöfn sem vilja skoða hrefnur, hnúfubaka, hnýsur og háhyrninga. Elding er eitt þeirra skipa sem gerir út hvalaskoðunarferðir en í þessum ferðum er siglt út á Faxaflóann á vit villtrar náttúrunnar. Í morgun var ferðinni fyrst heitið í átt til Akureyjar að skoða lunda, en ekki vita allir að þar dveljast nokkur þúsund lundapör alla jafna. Um fimmtíu manns voru um borð, nánast eingöngu erlendir ferðamenn. Hans Neuenschwander frá Sviss er á meðal þeirra sem voru um borð í skipinu í dag en hann var mjög spenntur og sagði að hann yrði sáttur ef hann sæi a.m.k einn hval. Á íslenskum hafsvæðum er mögulegt að rekast á yfir 20 tegundir hvala, en í Faxaflóa eru sex tegundir algengastar. Olga Goncharova var nýkomin til landsins frá Moskvu og skellti sér beint í hvalaskoðun. Þegar fréttastofa ræddi við hana höfðu hvalirnir ekki látið á sér kræla en Goncharova sagðist vonast til þess að það yrði raunin. Á leið okkar út flóann sáum við tvær hnýsur, en þetta er minnsta hvalategundin í Faxaflóa og verður ekki mikið lengri en tveir metrar. Í fyrstu urðum við ekki vör við hrefnur, hin rússneska Olga var hins vegar bænheyrð því lengra út flóann birtust hrefnurnar við yfirborð sjávar, hver á fætur annarri og voru fimm til sex hrefnur sem fylgdu bátnum stóran hluta ferðarinnar. Þarna skapaðist þó andartak hinna fullkomnu andstæðna þegar hvalveiðiskipið Hvalur 9 sást við sjóndeildarhringinn draga kynsystur þeirra á land eftir vel heppnaðan veiðitúr. Ein þeirra sem naut veðurblíðunnar á Eldingu í dag er hin hollenska Pauline Monshouwer sem hefur verið hér í tvær vikur. Var þetta hápunktur ferðarinnar, að sjá hrefnurnar í návígi? „Nei, reyndar ekki. Ég held að hápunkturinn hafi verið dvöl mín við Mývatn, stórbrotin náttúran þar og litirnir heilluðu mig," segir hún. Magnús Guðjónsson, skipstjóri á Eldingu, segir að veðrið eins og það var í dag, 20+ stiga hiti og glampandi sól, sé algjörlega kjörið fyrir hvalaskoðun. Sjáið þið alltaf hvali í hverri ferð? „Já, nánast undantekingalaust. Það gerist bara örsjaldan, yfir erfiðasta tímabilið, að við sjáum ekki hvali," segir Magnús. Hann segir að það sé alltaf stöðugur straumur ferðamanna og Elding og önnur skip á vegum fyrirtækisins flytji allt upp í 150-170 farþega. „Þetta er auðvitað eins sjálfbært og það getur orðið að sjá dýrin í sínu náttúrulega umhverfi. Og stórkostlegt að við skulum geta boðið upp á þetta á Íslandi," segir Magnús. Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Sjá meira
Hvalaskoðun er ein vinsælasta afþreying erlendra ferðmanna á Íslandi en atvinnugreinin skilar þjóðarbúinu milljörðum króna árlega. Þorbjörn Þórðarson fréttamaður skellti sér í hvalaskoðun í Faxaflóa, en sjá má myndskeið af hrefnum í flóanum með fréttinni. Hvalaskoðunarferðir eru ein vinsælasta afþreying erlendra ferðamanna á Íslandi, en atvinnugreinin á sér aðeins fimmtán ára þróunarferli hér á landi. Stöðugur straumur af ferðamönnum er við Reykjavíkurhöfn sem vilja skoða hrefnur, hnúfubaka, hnýsur og háhyrninga. Elding er eitt þeirra skipa sem gerir út hvalaskoðunarferðir en í þessum ferðum er siglt út á Faxaflóann á vit villtrar náttúrunnar. Í morgun var ferðinni fyrst heitið í átt til Akureyjar að skoða lunda, en ekki vita allir að þar dveljast nokkur þúsund lundapör alla jafna. Um fimmtíu manns voru um borð, nánast eingöngu erlendir ferðamenn. Hans Neuenschwander frá Sviss er á meðal þeirra sem voru um borð í skipinu í dag en hann var mjög spenntur og sagði að hann yrði sáttur ef hann sæi a.m.k einn hval. Á íslenskum hafsvæðum er mögulegt að rekast á yfir 20 tegundir hvala, en í Faxaflóa eru sex tegundir algengastar. Olga Goncharova var nýkomin til landsins frá Moskvu og skellti sér beint í hvalaskoðun. Þegar fréttastofa ræddi við hana höfðu hvalirnir ekki látið á sér kræla en Goncharova sagðist vonast til þess að það yrði raunin. Á leið okkar út flóann sáum við tvær hnýsur, en þetta er minnsta hvalategundin í Faxaflóa og verður ekki mikið lengri en tveir metrar. Í fyrstu urðum við ekki vör við hrefnur, hin rússneska Olga var hins vegar bænheyrð því lengra út flóann birtust hrefnurnar við yfirborð sjávar, hver á fætur annarri og voru fimm til sex hrefnur sem fylgdu bátnum stóran hluta ferðarinnar. Þarna skapaðist þó andartak hinna fullkomnu andstæðna þegar hvalveiðiskipið Hvalur 9 sást við sjóndeildarhringinn draga kynsystur þeirra á land eftir vel heppnaðan veiðitúr. Ein þeirra sem naut veðurblíðunnar á Eldingu í dag er hin hollenska Pauline Monshouwer sem hefur verið hér í tvær vikur. Var þetta hápunktur ferðarinnar, að sjá hrefnurnar í návígi? „Nei, reyndar ekki. Ég held að hápunkturinn hafi verið dvöl mín við Mývatn, stórbrotin náttúran þar og litirnir heilluðu mig," segir hún. Magnús Guðjónsson, skipstjóri á Eldingu, segir að veðrið eins og það var í dag, 20+ stiga hiti og glampandi sól, sé algjörlega kjörið fyrir hvalaskoðun. Sjáið þið alltaf hvali í hverri ferð? „Já, nánast undantekingalaust. Það gerist bara örsjaldan, yfir erfiðasta tímabilið, að við sjáum ekki hvali," segir Magnús. Hann segir að það sé alltaf stöðugur straumur ferðamanna og Elding og önnur skip á vegum fyrirtækisins flytji allt upp í 150-170 farþega. „Þetta er auðvitað eins sjálfbært og það getur orðið að sjá dýrin í sínu náttúrulega umhverfi. Og stórkostlegt að við skulum geta boðið upp á þetta á Íslandi," segir Magnús.
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Sjá meira