Innlent

Niðurskurður kallar kannski á lokanir

Rektor segir starfsfólk sýna ótrúlega samstöðu í niðurskurði hjá skólanum. mynd/kristján kristjánsson
Rektor segir starfsfólk sýna ótrúlega samstöðu í niðurskurði hjá skólanum. mynd/kristján kristjánsson
Mikill niðurskurður er yfirvofandi hjá Háskólanum á Akureyri (HA). Skólinn skar niður um 6,6 prósent á síðasta ári og nauðsynlegt er að auka niðurskurð um frekari 8 prósent, eða 105 milljónir króna.

Óvíst verður um áframhald orku- og umhverfisfræðideildarinnar, en á næstu önn verður fyrsta árið kennt með líftækni og sjávarútvegsfræðideildinni. Svo gæti farið að þeir tólf nemendur sem skráðir eru í orku- og umhverfisfræði þurfi að flytjast til Reykjavíkur eftir fyrsta árið, ef til þess kemur að leggja deildina niður, og klára nám sitt við Háskóla Íslands.

Stefán B. Stefánsson, rektor HA, segir að allir þeir nemendur sem skráðir voru í deildina hafi sýnt fullan skilning á stöðunni og engar frekari fyrirspurnir hafi borist.

„Við vildum hafa upplýsingaflæðið eins gott og persónulegt og hægt var,“ segir Stefán. „Nemendur skilja að þeir þurfa bara að bíða og sjá.“

Starfsmenn skólans komu til móts við niðurskurðinn með því að taka á sig launalækkun á síðasta ári og með því tókst að spara 30 milljónir króna.

„Þau tóku þetta á sig til að sinna sinni stofnun. Það fannst mér alveg frábært og nánast ótrúlegt, að sýna slíka samstöðu,“ segir Stefán.- sv



Fleiri fréttir

Sjá meira


×