Innlent

Lá fastur undir bílnum eftir veltu

Tvö umferðarslys urðu á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Tvö umferðarslys urðu á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Umferðarslys varð á Salavegi í Kópavogi um fjögur leytið í nótt. Þar valt bifreið með þeim afleiðingum að annar tveggja farþega í bílnum festist undir bifreiðinni. Lögreglu og sjúkraflutningamönnum tókst þó fljótt og örugglega að ná honum undan bílnum.

Þá varð annað umferðarslys á Arnarnesvegi á sjöunda tímanum í morgun. Þar valt bifreið og var einn flutt á slysadeild.

Fimm voru teknir fyrir ölvunarakstur og tveir undir áhrifum fíkniefna. Mikið af fólki var í miðbænum en skemmtanahald fór að öðruleyti vel fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×