Innlent

Sigraði í Hæstarétti og ætlar að fá sér bjór í tilefni dagsins

„Ég er enn með gæsahúð," segir Óskar Sindri Atlason sem sigraði í máli sínu gegn SP-fjármögnun varðandi gengistryggð lán og þar af leiðandi er réttaróvissu um gengistryggðu bílalánin úr sögunni. Óskar, sem keypti bíl á kaupleigusamningi áriuð 2006 er laus allra mála eftir úrskurð Hæstaréttar.

„Ég bjóst við hinu versta," segir Óskar Sindri sem starfar sem bílasmiður. SP-Fjármögnun krafðist þess að hann greidd fimm milljónir rúmar upphaflega fyrir bifreið sem hann keypti á tæplega þrjár og hálfa milljón.

Óskar var ósáttur við það að hann skyldi taka skellinn vegna gengisfallsins og ákvað því að láta á það reyna hvort gengistryggð lán væru lögleg. Nú hefur Hæstiréttur úrskurðað Óskari í hag; þau eru sannarlega ólögleg.

Spurður hvernig honum líði eftir að hafa skapað slíkt fordæmi sem á eftir að gagnast fjölmörgum heimilum á Íslandi svarar Óskar: „Ég veit það ekki. Það er svo ofboðslega langt síðan ég ákvað að reyna á þetta. Þá vissi ég ekki að þetta væri snjókorn sem yrði að snjóflóði."

Í lokin spyr blaðamaður Óskar hvað hann geri næst. Óskar svarar einfaldlega: „Ég ætla að fá mér bjór í tilefni dagsins."


Tengdar fréttir

Gengistryggð bílalán dæmd ólögmæt

Gengistryggð bílalán hafa verið dæmd ólögmæt og óheimil í Hæstarétti Íslands. Skuldbindingarnar teljast hafa verið í íslenskum krónum og því falla þau undi bann við gengistryggingu. Dómurinn var kveðinn upp í dag en málin voru tvö og vörðuðu bílalán frá fyrirtækjunum Lýsingu hf. og SP-fjármögnun.

Neytendur voru sýknaðir

„Ég er mjög ánægður,“ segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda um nýfallin dóm Hæstaréttar vegna bílalána í erlendri mynt. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að lánin væru ólögmæt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×