Innlent

Neytendur voru sýknaðir

Gísli Tryggvason.
Gísli Tryggvason.

„Ég er mjög ánægður," segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda um nýfallin dóm Hæstaréttar vegna bílalána í erlendri mynt. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að lánin væru ólögmæt.

Hann segir báða dómana mjög líka en í þeim komi skýrt fram að lánin séu ólögleg og óheimil.

„Nú fara menn væntanlega í það að greiða þetta til baka. Neytendur hafa hugsanlega greitt of mikið og þá er hugsanlegt að það það verði endurgreitt samkvæmt lagareglum um endurgreiðslurétt. Svo getur myndast bótaréttur," segir Gísli um þá sem hafa hugsanlega greitt of mikið af lánunum.

Aðspurður hvort það sé hægt að yfirfæra dóminn yfir á íbúðarlán segir Gísli að næsta skref verði að skoða það.

Spurður hvort ekki sé um stórsigur heimilanna að ræða svarar Gísli: „Neytendur voru sýknaðir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×