Götusmiðjan: Vill að félagsmálaráðuneytið komi að málinu 26. júní 2010 13:22 Guðmundur Týr Þórarinsson. Guðmundur Týr Þórarinsson forstöðumaður Götusmiðjunnar sem lokað var í gær af Barnaverndarstofu, krefst þess að félagsmálaráðuneytið komi að lausn ágreiningsins sem uppi er á milli Guðmundar og Barnaverndarstofu. Hann fullyrðir að Bragi Guðbrandsson forstöðumaður Barnaverndarstofu hafi boðist til að kaupa Götusmiðjuna af Guðmundi. Síðar hafi hann hætt við kaupin. Í tilkynningu segir Guðmundur ljóst að Barnaverndarstofu skorti lagaheimild til þess að standa að rannsókn af því tagi sem framkvæmd var áður en tekin var ákvörðun um lokun heimilisins. „Þá telur Bragi að ég vilji hætta störfum við rekstur Götusmiðjunnar og að þessi rannsókn byggi á löngum aðdraganda," segir Guðmundur Týr en hann segir það stangast á við orð Braga á fundi með lögfræðingum Guðmundar Týs frá því í gær. „Hins vegar upplýsist það að nokkrir starfsmenn, að undirlagi þess sem var vikið úr starfi á miðvikudag, rituðu Braga bréf þar sem þeir lýstu áhyggjum sínum um mín störf. Á fundi sem haldinn var þ. 19. maí sl. Lagði lögfræðingur minn fram kröfu fyrir mína hönd um að rannsókn færi fram af hálfu Barnaverndarstofu vegna ásakana sem fram komu í bréfinu sem byggði á reglum stjórnsýsluréttarins og ákvæðum fyrirliggjandi samnings við Götusmiðjuna," segir Guðmundur. Vildi kaupa Götusmiðjuna Að hans sögn taldi Bragi það óþarft en lýsti því yfir að hann hefði áhuga á að kaupa Götusmiðjuna af Guðmundi. „Lýsti ég því yfir að það legðist illa í mig. Engu að síður hófust samningaviðræður sem enduðu með tilboði frá Braga sem ég tók. Samkvæmt íslenskum lögum telst þar með kominn á samningur sem Bragi upplýsti eftir á að hann hyggðist ekki heiðra." Þá segir Guðmundur að sú atburðarrás sem síðan fór af stað og endaði með brottflutningi barnanna í gær sé alfarið að undirlagi Barnaverndarstofu „sem hafði róið í starfsfólki mínu á bak við mig og lofað þeim störfum annars staðar, þ.m.t. þessum tiltekna starfsmanni sem var vikið af staðnum. Var ég upplýstur um það af honum að honum væri ekki skylt að taka við fyrirmælum frá mér þar sem hann, svk. upplýsingum sem hann hafði frá Heiðu B. Pálmadóttur, lögfr. Barnaverndarstofu, væri „undir verndarvæng Barnaverndarstofu."" Guðmundur segir ljóst að ágreiningur þessi verði ekki leystur í fjölmiðlum, heldur verði dómstólar að skera úr um ágreining lögmætis rannsóknarinnar. ĸAftur á móti er skýrt, skv. ákvæðum reglugerðar um rekstur meðferðarheimila, að ágreiningi á milli Barnaverndarsofu og rekstraraðila slíkra heimila skal skotið til viðkomandi ráðuneytis. Það hefur verið gert með erindi sem lögfræðingur minn sendi Þorbjörgu Benediktsdóttur, lögfræðingi hjá Félags- og tryggingamálaráðuneytinu, í gær. Er ítrekuð krafa mín um aðkomu ráðuneytisins að málinu sem og að lögregla hefji rannsókn á hinum meintu hótunum sem ég á að hafa látið falla í garð ungmennanna, skjólstæðinga Götusmiðjunnar." Að lokum segist Guðmundur harma þann atburð sem fram fór í gær og vill hann fullvissa alla um að hvorki hann né starfsfólk á vegum Götusmiðjunnar hafi nokkurn tíma beitt skjólstæðinga Götusmiðjunnar ofbeldi, „hvorki líkamlegu né andlegu." Tengdar fréttir Forstöðumaður Götusmiðjunnar vísar ásökunum um ofbeldi á bug Forstöðumaður Götusmiðjunnar íhugar málaferli gegn Barnaverndarstofu sem lokaði heimilinu í kvöld og sendi átta ungmenni heim. Forstöðumaðurinn, Guðmundur Týr Þórarinsson gjarnan kallaður Mummi, segir börnin hafi verið fjarlægð með ólögmætum hætti úr meðferð Götusmiðjunnar. Hann vísar ásökunum líkamsmeiðingar á bug. 25. júní 2010 23:34 Götusmiðjunni lokað - átta ungmenni send heim Meðferðarheimilinu Götusmiðjunni hefur verið lokað og voru allir skjólstæðingar heimilisins sendir heim í kvöld að kröfu barnaverndaryfirvalda. „Undirrótin er fyrst og fremst stjórnunarvandi á staðnum og þegar vandinn var farinn að bitna á meðferðinni og skaða börnin fannst okkur ekki annað hægt en að grípa til þessara aðgerða,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. 25. júní 2010 22:32 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Guðmundur Týr Þórarinsson forstöðumaður Götusmiðjunnar sem lokað var í gær af Barnaverndarstofu, krefst þess að félagsmálaráðuneytið komi að lausn ágreiningsins sem uppi er á milli Guðmundar og Barnaverndarstofu. Hann fullyrðir að Bragi Guðbrandsson forstöðumaður Barnaverndarstofu hafi boðist til að kaupa Götusmiðjuna af Guðmundi. Síðar hafi hann hætt við kaupin. Í tilkynningu segir Guðmundur ljóst að Barnaverndarstofu skorti lagaheimild til þess að standa að rannsókn af því tagi sem framkvæmd var áður en tekin var ákvörðun um lokun heimilisins. „Þá telur Bragi að ég vilji hætta störfum við rekstur Götusmiðjunnar og að þessi rannsókn byggi á löngum aðdraganda," segir Guðmundur Týr en hann segir það stangast á við orð Braga á fundi með lögfræðingum Guðmundar Týs frá því í gær. „Hins vegar upplýsist það að nokkrir starfsmenn, að undirlagi þess sem var vikið úr starfi á miðvikudag, rituðu Braga bréf þar sem þeir lýstu áhyggjum sínum um mín störf. Á fundi sem haldinn var þ. 19. maí sl. Lagði lögfræðingur minn fram kröfu fyrir mína hönd um að rannsókn færi fram af hálfu Barnaverndarstofu vegna ásakana sem fram komu í bréfinu sem byggði á reglum stjórnsýsluréttarins og ákvæðum fyrirliggjandi samnings við Götusmiðjuna," segir Guðmundur. Vildi kaupa Götusmiðjuna Að hans sögn taldi Bragi það óþarft en lýsti því yfir að hann hefði áhuga á að kaupa Götusmiðjuna af Guðmundi. „Lýsti ég því yfir að það legðist illa í mig. Engu að síður hófust samningaviðræður sem enduðu með tilboði frá Braga sem ég tók. Samkvæmt íslenskum lögum telst þar með kominn á samningur sem Bragi upplýsti eftir á að hann hyggðist ekki heiðra." Þá segir Guðmundur að sú atburðarrás sem síðan fór af stað og endaði með brottflutningi barnanna í gær sé alfarið að undirlagi Barnaverndarstofu „sem hafði róið í starfsfólki mínu á bak við mig og lofað þeim störfum annars staðar, þ.m.t. þessum tiltekna starfsmanni sem var vikið af staðnum. Var ég upplýstur um það af honum að honum væri ekki skylt að taka við fyrirmælum frá mér þar sem hann, svk. upplýsingum sem hann hafði frá Heiðu B. Pálmadóttur, lögfr. Barnaverndarstofu, væri „undir verndarvæng Barnaverndarstofu."" Guðmundur segir ljóst að ágreiningur þessi verði ekki leystur í fjölmiðlum, heldur verði dómstólar að skera úr um ágreining lögmætis rannsóknarinnar. ĸAftur á móti er skýrt, skv. ákvæðum reglugerðar um rekstur meðferðarheimila, að ágreiningi á milli Barnaverndarsofu og rekstraraðila slíkra heimila skal skotið til viðkomandi ráðuneytis. Það hefur verið gert með erindi sem lögfræðingur minn sendi Þorbjörgu Benediktsdóttur, lögfræðingi hjá Félags- og tryggingamálaráðuneytinu, í gær. Er ítrekuð krafa mín um aðkomu ráðuneytisins að málinu sem og að lögregla hefji rannsókn á hinum meintu hótunum sem ég á að hafa látið falla í garð ungmennanna, skjólstæðinga Götusmiðjunnar." Að lokum segist Guðmundur harma þann atburð sem fram fór í gær og vill hann fullvissa alla um að hvorki hann né starfsfólk á vegum Götusmiðjunnar hafi nokkurn tíma beitt skjólstæðinga Götusmiðjunnar ofbeldi, „hvorki líkamlegu né andlegu."
Tengdar fréttir Forstöðumaður Götusmiðjunnar vísar ásökunum um ofbeldi á bug Forstöðumaður Götusmiðjunnar íhugar málaferli gegn Barnaverndarstofu sem lokaði heimilinu í kvöld og sendi átta ungmenni heim. Forstöðumaðurinn, Guðmundur Týr Þórarinsson gjarnan kallaður Mummi, segir börnin hafi verið fjarlægð með ólögmætum hætti úr meðferð Götusmiðjunnar. Hann vísar ásökunum líkamsmeiðingar á bug. 25. júní 2010 23:34 Götusmiðjunni lokað - átta ungmenni send heim Meðferðarheimilinu Götusmiðjunni hefur verið lokað og voru allir skjólstæðingar heimilisins sendir heim í kvöld að kröfu barnaverndaryfirvalda. „Undirrótin er fyrst og fremst stjórnunarvandi á staðnum og þegar vandinn var farinn að bitna á meðferðinni og skaða börnin fannst okkur ekki annað hægt en að grípa til þessara aðgerða,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. 25. júní 2010 22:32 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Forstöðumaður Götusmiðjunnar vísar ásökunum um ofbeldi á bug Forstöðumaður Götusmiðjunnar íhugar málaferli gegn Barnaverndarstofu sem lokaði heimilinu í kvöld og sendi átta ungmenni heim. Forstöðumaðurinn, Guðmundur Týr Þórarinsson gjarnan kallaður Mummi, segir börnin hafi verið fjarlægð með ólögmætum hætti úr meðferð Götusmiðjunnar. Hann vísar ásökunum líkamsmeiðingar á bug. 25. júní 2010 23:34
Götusmiðjunni lokað - átta ungmenni send heim Meðferðarheimilinu Götusmiðjunni hefur verið lokað og voru allir skjólstæðingar heimilisins sendir heim í kvöld að kröfu barnaverndaryfirvalda. „Undirrótin er fyrst og fremst stjórnunarvandi á staðnum og þegar vandinn var farinn að bitna á meðferðinni og skaða börnin fannst okkur ekki annað hægt en að grípa til þessara aðgerða,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. 25. júní 2010 22:32
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent