Götusmiðjan: Vill að félagsmálaráðuneytið komi að málinu 26. júní 2010 13:22 Guðmundur Týr Þórarinsson. Guðmundur Týr Þórarinsson forstöðumaður Götusmiðjunnar sem lokað var í gær af Barnaverndarstofu, krefst þess að félagsmálaráðuneytið komi að lausn ágreiningsins sem uppi er á milli Guðmundar og Barnaverndarstofu. Hann fullyrðir að Bragi Guðbrandsson forstöðumaður Barnaverndarstofu hafi boðist til að kaupa Götusmiðjuna af Guðmundi. Síðar hafi hann hætt við kaupin. Í tilkynningu segir Guðmundur ljóst að Barnaverndarstofu skorti lagaheimild til þess að standa að rannsókn af því tagi sem framkvæmd var áður en tekin var ákvörðun um lokun heimilisins. „Þá telur Bragi að ég vilji hætta störfum við rekstur Götusmiðjunnar og að þessi rannsókn byggi á löngum aðdraganda," segir Guðmundur Týr en hann segir það stangast á við orð Braga á fundi með lögfræðingum Guðmundar Týs frá því í gær. „Hins vegar upplýsist það að nokkrir starfsmenn, að undirlagi þess sem var vikið úr starfi á miðvikudag, rituðu Braga bréf þar sem þeir lýstu áhyggjum sínum um mín störf. Á fundi sem haldinn var þ. 19. maí sl. Lagði lögfræðingur minn fram kröfu fyrir mína hönd um að rannsókn færi fram af hálfu Barnaverndarstofu vegna ásakana sem fram komu í bréfinu sem byggði á reglum stjórnsýsluréttarins og ákvæðum fyrirliggjandi samnings við Götusmiðjuna," segir Guðmundur. Vildi kaupa Götusmiðjuna Að hans sögn taldi Bragi það óþarft en lýsti því yfir að hann hefði áhuga á að kaupa Götusmiðjuna af Guðmundi. „Lýsti ég því yfir að það legðist illa í mig. Engu að síður hófust samningaviðræður sem enduðu með tilboði frá Braga sem ég tók. Samkvæmt íslenskum lögum telst þar með kominn á samningur sem Bragi upplýsti eftir á að hann hyggðist ekki heiðra." Þá segir Guðmundur að sú atburðarrás sem síðan fór af stað og endaði með brottflutningi barnanna í gær sé alfarið að undirlagi Barnaverndarstofu „sem hafði róið í starfsfólki mínu á bak við mig og lofað þeim störfum annars staðar, þ.m.t. þessum tiltekna starfsmanni sem var vikið af staðnum. Var ég upplýstur um það af honum að honum væri ekki skylt að taka við fyrirmælum frá mér þar sem hann, svk. upplýsingum sem hann hafði frá Heiðu B. Pálmadóttur, lögfr. Barnaverndarstofu, væri „undir verndarvæng Barnaverndarstofu."" Guðmundur segir ljóst að ágreiningur þessi verði ekki leystur í fjölmiðlum, heldur verði dómstólar að skera úr um ágreining lögmætis rannsóknarinnar. ĸAftur á móti er skýrt, skv. ákvæðum reglugerðar um rekstur meðferðarheimila, að ágreiningi á milli Barnaverndarsofu og rekstraraðila slíkra heimila skal skotið til viðkomandi ráðuneytis. Það hefur verið gert með erindi sem lögfræðingur minn sendi Þorbjörgu Benediktsdóttur, lögfræðingi hjá Félags- og tryggingamálaráðuneytinu, í gær. Er ítrekuð krafa mín um aðkomu ráðuneytisins að málinu sem og að lögregla hefji rannsókn á hinum meintu hótunum sem ég á að hafa látið falla í garð ungmennanna, skjólstæðinga Götusmiðjunnar." Að lokum segist Guðmundur harma þann atburð sem fram fór í gær og vill hann fullvissa alla um að hvorki hann né starfsfólk á vegum Götusmiðjunnar hafi nokkurn tíma beitt skjólstæðinga Götusmiðjunnar ofbeldi, „hvorki líkamlegu né andlegu." Tengdar fréttir Forstöðumaður Götusmiðjunnar vísar ásökunum um ofbeldi á bug Forstöðumaður Götusmiðjunnar íhugar málaferli gegn Barnaverndarstofu sem lokaði heimilinu í kvöld og sendi átta ungmenni heim. Forstöðumaðurinn, Guðmundur Týr Þórarinsson gjarnan kallaður Mummi, segir börnin hafi verið fjarlægð með ólögmætum hætti úr meðferð Götusmiðjunnar. Hann vísar ásökunum líkamsmeiðingar á bug. 25. júní 2010 23:34 Götusmiðjunni lokað - átta ungmenni send heim Meðferðarheimilinu Götusmiðjunni hefur verið lokað og voru allir skjólstæðingar heimilisins sendir heim í kvöld að kröfu barnaverndaryfirvalda. „Undirrótin er fyrst og fremst stjórnunarvandi á staðnum og þegar vandinn var farinn að bitna á meðferðinni og skaða börnin fannst okkur ekki annað hægt en að grípa til þessara aðgerða,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. 25. júní 2010 22:32 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira
Guðmundur Týr Þórarinsson forstöðumaður Götusmiðjunnar sem lokað var í gær af Barnaverndarstofu, krefst þess að félagsmálaráðuneytið komi að lausn ágreiningsins sem uppi er á milli Guðmundar og Barnaverndarstofu. Hann fullyrðir að Bragi Guðbrandsson forstöðumaður Barnaverndarstofu hafi boðist til að kaupa Götusmiðjuna af Guðmundi. Síðar hafi hann hætt við kaupin. Í tilkynningu segir Guðmundur ljóst að Barnaverndarstofu skorti lagaheimild til þess að standa að rannsókn af því tagi sem framkvæmd var áður en tekin var ákvörðun um lokun heimilisins. „Þá telur Bragi að ég vilji hætta störfum við rekstur Götusmiðjunnar og að þessi rannsókn byggi á löngum aðdraganda," segir Guðmundur Týr en hann segir það stangast á við orð Braga á fundi með lögfræðingum Guðmundar Týs frá því í gær. „Hins vegar upplýsist það að nokkrir starfsmenn, að undirlagi þess sem var vikið úr starfi á miðvikudag, rituðu Braga bréf þar sem þeir lýstu áhyggjum sínum um mín störf. Á fundi sem haldinn var þ. 19. maí sl. Lagði lögfræðingur minn fram kröfu fyrir mína hönd um að rannsókn færi fram af hálfu Barnaverndarstofu vegna ásakana sem fram komu í bréfinu sem byggði á reglum stjórnsýsluréttarins og ákvæðum fyrirliggjandi samnings við Götusmiðjuna," segir Guðmundur. Vildi kaupa Götusmiðjuna Að hans sögn taldi Bragi það óþarft en lýsti því yfir að hann hefði áhuga á að kaupa Götusmiðjuna af Guðmundi. „Lýsti ég því yfir að það legðist illa í mig. Engu að síður hófust samningaviðræður sem enduðu með tilboði frá Braga sem ég tók. Samkvæmt íslenskum lögum telst þar með kominn á samningur sem Bragi upplýsti eftir á að hann hyggðist ekki heiðra." Þá segir Guðmundur að sú atburðarrás sem síðan fór af stað og endaði með brottflutningi barnanna í gær sé alfarið að undirlagi Barnaverndarstofu „sem hafði róið í starfsfólki mínu á bak við mig og lofað þeim störfum annars staðar, þ.m.t. þessum tiltekna starfsmanni sem var vikið af staðnum. Var ég upplýstur um það af honum að honum væri ekki skylt að taka við fyrirmælum frá mér þar sem hann, svk. upplýsingum sem hann hafði frá Heiðu B. Pálmadóttur, lögfr. Barnaverndarstofu, væri „undir verndarvæng Barnaverndarstofu."" Guðmundur segir ljóst að ágreiningur þessi verði ekki leystur í fjölmiðlum, heldur verði dómstólar að skera úr um ágreining lögmætis rannsóknarinnar. ĸAftur á móti er skýrt, skv. ákvæðum reglugerðar um rekstur meðferðarheimila, að ágreiningi á milli Barnaverndarsofu og rekstraraðila slíkra heimila skal skotið til viðkomandi ráðuneytis. Það hefur verið gert með erindi sem lögfræðingur minn sendi Þorbjörgu Benediktsdóttur, lögfræðingi hjá Félags- og tryggingamálaráðuneytinu, í gær. Er ítrekuð krafa mín um aðkomu ráðuneytisins að málinu sem og að lögregla hefji rannsókn á hinum meintu hótunum sem ég á að hafa látið falla í garð ungmennanna, skjólstæðinga Götusmiðjunnar." Að lokum segist Guðmundur harma þann atburð sem fram fór í gær og vill hann fullvissa alla um að hvorki hann né starfsfólk á vegum Götusmiðjunnar hafi nokkurn tíma beitt skjólstæðinga Götusmiðjunnar ofbeldi, „hvorki líkamlegu né andlegu."
Tengdar fréttir Forstöðumaður Götusmiðjunnar vísar ásökunum um ofbeldi á bug Forstöðumaður Götusmiðjunnar íhugar málaferli gegn Barnaverndarstofu sem lokaði heimilinu í kvöld og sendi átta ungmenni heim. Forstöðumaðurinn, Guðmundur Týr Þórarinsson gjarnan kallaður Mummi, segir börnin hafi verið fjarlægð með ólögmætum hætti úr meðferð Götusmiðjunnar. Hann vísar ásökunum líkamsmeiðingar á bug. 25. júní 2010 23:34 Götusmiðjunni lokað - átta ungmenni send heim Meðferðarheimilinu Götusmiðjunni hefur verið lokað og voru allir skjólstæðingar heimilisins sendir heim í kvöld að kröfu barnaverndaryfirvalda. „Undirrótin er fyrst og fremst stjórnunarvandi á staðnum og þegar vandinn var farinn að bitna á meðferðinni og skaða börnin fannst okkur ekki annað hægt en að grípa til þessara aðgerða,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. 25. júní 2010 22:32 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira
Forstöðumaður Götusmiðjunnar vísar ásökunum um ofbeldi á bug Forstöðumaður Götusmiðjunnar íhugar málaferli gegn Barnaverndarstofu sem lokaði heimilinu í kvöld og sendi átta ungmenni heim. Forstöðumaðurinn, Guðmundur Týr Þórarinsson gjarnan kallaður Mummi, segir börnin hafi verið fjarlægð með ólögmætum hætti úr meðferð Götusmiðjunnar. Hann vísar ásökunum líkamsmeiðingar á bug. 25. júní 2010 23:34
Götusmiðjunni lokað - átta ungmenni send heim Meðferðarheimilinu Götusmiðjunni hefur verið lokað og voru allir skjólstæðingar heimilisins sendir heim í kvöld að kröfu barnaverndaryfirvalda. „Undirrótin er fyrst og fremst stjórnunarvandi á staðnum og þegar vandinn var farinn að bitna á meðferðinni og skaða börnin fannst okkur ekki annað hægt en að grípa til þessara aðgerða,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. 25. júní 2010 22:32