Innlent

Ætla að efla samskiptin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Össur Skarphéðinsson fundaði með utanríkisráðherrum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í gær. Mynd/ stefán.
Össur Skarphéðinsson fundaði með utanríkisráðherrum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í gær. Mynd/ stefán.
Til stendur að efla samskipti Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna mun frekar en nú er. Þetta er á meðal þess sem ákveðið var á fundi utanríkisráðherra ríkjanna í Riga í Lettlandi í gær. Unnið verður að þessu í samræmi við tillögur sem Sören Gade fyrrverandi varnarmálaráðherra Dana og Valdis Birkavs fyrrverandi forsætis- og utanríkisráðherra Letta unnu.

Skýrsla þeirra var kynnt á fundinum. Hún felur í sér 38 tillögur um leiðir til aukins samstarfs Eystrasaltsríkjanna og Norðurlandanna. Tillögurnar lúta að pólitískum samskiptum, nánara samstarfi milli utanríkisþjónusta og hjá alþjóðastofnunum, og samvinnu í umhverfis- og orkumálum.

Á fundinum var sérstaklega ákveðið að minnast þess með ýmsum viðburðum í ríkjunum átta að á næsta ári verða 20 ár frá því Eystrasaltsríkin endurheimtu sjálfstæði sitt. Tillögurnar verða nú teknar til meðferðar hjá ríkjunum í því augnamiði að ljúka vinnslu þeirra í áföngum á næstu mánuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×