Innlent

Nýr bæjarstjóri á Akureyri kynntur til leiks á næstu dögum

Frá Akureyri. Alls sóttu 53 um bæjarstjórastöðuna.
Frá Akureyri. Alls sóttu 53 um bæjarstjórastöðuna.
Oddur Helgi Halldórsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, vonast til að þess að hægt verði að tilkynna um ráðningu nýs bæjarstjóra á Akureyri fyrir næstu helgi.

L-listinn fékk hreinan meirihluta í kosningunum í lok maí en eitt af stefnumálum flokksins var að ráða bæjarstjórann faglega. Alls sóttu 53 um stöðuna þegar hún var auglýst. Capacent aðstoðar bæjarstjórn Akureyrar í ráðningarferlinu.

„Þetta hefur gengið mjög vel en ferlið hefur tekið lengri tími en hélt. Ég geri ráð fyrir að á þriðjudagsmorgun fái við þá í viðtal sem okkur lýst helst á. Vonandi verðum við fljót að ákveða okkur því ég er að vona að þessu verði lokið fyrir næstu helgi," segir Oddur.

Meirihluti L-listans hefur haft samráð við minnihlutaflokkanna í ráðningarferlinu, að sögn Odds. „Það er búið að vara mjög spennandi að taka þátt í þessari vinnu því meðal umsækjenda eru afar hæfir einstaklingar," segir Oddur.

Sigrún Elsa Smáradóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, Eiríkur Björn Björgvinsson, fyrrverandi bæjarstjóri, Páll Magnússon bæjarritari í Kópavogi, Ragnar Jörundsson, fyrrverandi bæjarstjóri og Ólafur Örn Ólafsson, fyrrverandi bæjarstjóri, voru meðal þeirra sem sóttu um stöðuna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×