Saga sem er lyginni líkust 28. október 2010 06:00 Einstakur Bandaríski leikarinn Danny Trejo er einstakur og það er saga hans líka. Þessi fyrrverandi smáglæpamaður og heróinneytandi náði að brjótast út úr viðjum afbrota og inn á hið hvíta tjald Hollywood.Nordic Photos/Gettty Bandaríski leikarinn Danny Trejo er andlit sem flestir kannast við. Og flestir vildu sleppa við að mæta í dimmu skuggasundi. En á bak við hrjúft og hörkulegt yfirborð er saga sem er lyginni líkust. Kvikmyndin Machete eftir Robert Rodriguez er fyrsta kvikmyndin þar sem bandaríski leikarinn Danny Trejo er í aðalhlutverki en hann hefur hingað til aðallega birst í litlum aukahlutverkum og þá helst sem sálarlaus slátrari. Myndin er framhald af myndbroti sem birtist í Grindhouse, kvikmyndatvíleik Rodriguez og Quentins Tarantino. Myndin segir frá Machete, sem er ólöglegur innflytjandi frá Mexíkó. Honum er falið af dularfullum manni að koma ríkisstjóraframbjóðanda fyrir kattarnef en sá vill alla ólöglega innflytjendur úr sínu fylki. Machete er hins vegar illa svikinn og skotinn í bakið og upphefst þá mikil flétta með tilheyrandi blóðbaði og hasar. Saga Danny Trejo er mögnuð. Hann er alinn upp í San Fernando dalnum og stundaði smáglæpi á sínum yngri árum. Hann þróaði einnig með sér hnefaleikahæfileika sem áttu eftir að koma honum til góða og ánetjaðist þar að auki heróíni. Þegar Trejo þurfti að sitja af sér nokkra dóma í San Quentin fangelsinu tók hann þátt í fylkiskeppni fanga í hnefaleikum og hafði sigur í bæði léttvigt og millivigt. Trejo virðist hafa tekið sig saman í andlitinu í kjölfarið því hann tók ástfóstri við tólf spora kerfið, sem hann hefur síðar sagt að hafi bjargað lífi sínu. Þegar Trejo losnaði úr fangelsi komst hann í íhlaupavinnu við gerð kvikmyndarinnar Runaway Train. Og þar bar handritshöfundurinn Edward Bunker kennsl á hann en Bunker og Trejo höfðu setið inni saman um stundarsakir. Bunker fékk hann til að þjálfa sjálfan Eric Roberts í hnefaleikum, sem endaði með því að leikstjóri myndarinnar lét Trejo hafa lítið hlutverk. Síðan þá hefur líf Danny Trejo legið upp á við. Ferill hans náði þó nýjum hæðum þegar hann hóf samstarf við Rodriguez í Desperado. Og síðan hefur hann alltaf getað bókað gott kvikmyndahlutverk. Trejo er einstaklega duglegur í kvikmyndagerðinni, birtist að meðaltali í fimm kvikmyndum á hverju ári og leikur bæði í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu. Trejo er fjögurra barna faðir en stendur í skilnaði við eiginkonu sína, Debbie Trejo. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira
Bandaríski leikarinn Danny Trejo er andlit sem flestir kannast við. Og flestir vildu sleppa við að mæta í dimmu skuggasundi. En á bak við hrjúft og hörkulegt yfirborð er saga sem er lyginni líkust. Kvikmyndin Machete eftir Robert Rodriguez er fyrsta kvikmyndin þar sem bandaríski leikarinn Danny Trejo er í aðalhlutverki en hann hefur hingað til aðallega birst í litlum aukahlutverkum og þá helst sem sálarlaus slátrari. Myndin er framhald af myndbroti sem birtist í Grindhouse, kvikmyndatvíleik Rodriguez og Quentins Tarantino. Myndin segir frá Machete, sem er ólöglegur innflytjandi frá Mexíkó. Honum er falið af dularfullum manni að koma ríkisstjóraframbjóðanda fyrir kattarnef en sá vill alla ólöglega innflytjendur úr sínu fylki. Machete er hins vegar illa svikinn og skotinn í bakið og upphefst þá mikil flétta með tilheyrandi blóðbaði og hasar. Saga Danny Trejo er mögnuð. Hann er alinn upp í San Fernando dalnum og stundaði smáglæpi á sínum yngri árum. Hann þróaði einnig með sér hnefaleikahæfileika sem áttu eftir að koma honum til góða og ánetjaðist þar að auki heróíni. Þegar Trejo þurfti að sitja af sér nokkra dóma í San Quentin fangelsinu tók hann þátt í fylkiskeppni fanga í hnefaleikum og hafði sigur í bæði léttvigt og millivigt. Trejo virðist hafa tekið sig saman í andlitinu í kjölfarið því hann tók ástfóstri við tólf spora kerfið, sem hann hefur síðar sagt að hafi bjargað lífi sínu. Þegar Trejo losnaði úr fangelsi komst hann í íhlaupavinnu við gerð kvikmyndarinnar Runaway Train. Og þar bar handritshöfundurinn Edward Bunker kennsl á hann en Bunker og Trejo höfðu setið inni saman um stundarsakir. Bunker fékk hann til að þjálfa sjálfan Eric Roberts í hnefaleikum, sem endaði með því að leikstjóri myndarinnar lét Trejo hafa lítið hlutverk. Síðan þá hefur líf Danny Trejo legið upp á við. Ferill hans náði þó nýjum hæðum þegar hann hóf samstarf við Rodriguez í Desperado. Og síðan hefur hann alltaf getað bókað gott kvikmyndahlutverk. Trejo er einstaklega duglegur í kvikmyndagerðinni, birtist að meðaltali í fimm kvikmyndum á hverju ári og leikur bæði í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu. Trejo er fjögurra barna faðir en stendur í skilnaði við eiginkonu sína, Debbie Trejo. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira