Saga sem er lyginni líkust 28. október 2010 06:00 Einstakur Bandaríski leikarinn Danny Trejo er einstakur og það er saga hans líka. Þessi fyrrverandi smáglæpamaður og heróinneytandi náði að brjótast út úr viðjum afbrota og inn á hið hvíta tjald Hollywood.Nordic Photos/Gettty Bandaríski leikarinn Danny Trejo er andlit sem flestir kannast við. Og flestir vildu sleppa við að mæta í dimmu skuggasundi. En á bak við hrjúft og hörkulegt yfirborð er saga sem er lyginni líkust. Kvikmyndin Machete eftir Robert Rodriguez er fyrsta kvikmyndin þar sem bandaríski leikarinn Danny Trejo er í aðalhlutverki en hann hefur hingað til aðallega birst í litlum aukahlutverkum og þá helst sem sálarlaus slátrari. Myndin er framhald af myndbroti sem birtist í Grindhouse, kvikmyndatvíleik Rodriguez og Quentins Tarantino. Myndin segir frá Machete, sem er ólöglegur innflytjandi frá Mexíkó. Honum er falið af dularfullum manni að koma ríkisstjóraframbjóðanda fyrir kattarnef en sá vill alla ólöglega innflytjendur úr sínu fylki. Machete er hins vegar illa svikinn og skotinn í bakið og upphefst þá mikil flétta með tilheyrandi blóðbaði og hasar. Saga Danny Trejo er mögnuð. Hann er alinn upp í San Fernando dalnum og stundaði smáglæpi á sínum yngri árum. Hann þróaði einnig með sér hnefaleikahæfileika sem áttu eftir að koma honum til góða og ánetjaðist þar að auki heróíni. Þegar Trejo þurfti að sitja af sér nokkra dóma í San Quentin fangelsinu tók hann þátt í fylkiskeppni fanga í hnefaleikum og hafði sigur í bæði léttvigt og millivigt. Trejo virðist hafa tekið sig saman í andlitinu í kjölfarið því hann tók ástfóstri við tólf spora kerfið, sem hann hefur síðar sagt að hafi bjargað lífi sínu. Þegar Trejo losnaði úr fangelsi komst hann í íhlaupavinnu við gerð kvikmyndarinnar Runaway Train. Og þar bar handritshöfundurinn Edward Bunker kennsl á hann en Bunker og Trejo höfðu setið inni saman um stundarsakir. Bunker fékk hann til að þjálfa sjálfan Eric Roberts í hnefaleikum, sem endaði með því að leikstjóri myndarinnar lét Trejo hafa lítið hlutverk. Síðan þá hefur líf Danny Trejo legið upp á við. Ferill hans náði þó nýjum hæðum þegar hann hóf samstarf við Rodriguez í Desperado. Og síðan hefur hann alltaf getað bókað gott kvikmyndahlutverk. Trejo er einstaklega duglegur í kvikmyndagerðinni, birtist að meðaltali í fimm kvikmyndum á hverju ári og leikur bæði í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu. Trejo er fjögurra barna faðir en stendur í skilnaði við eiginkonu sína, Debbie Trejo. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Bandaríski leikarinn Danny Trejo er andlit sem flestir kannast við. Og flestir vildu sleppa við að mæta í dimmu skuggasundi. En á bak við hrjúft og hörkulegt yfirborð er saga sem er lyginni líkust. Kvikmyndin Machete eftir Robert Rodriguez er fyrsta kvikmyndin þar sem bandaríski leikarinn Danny Trejo er í aðalhlutverki en hann hefur hingað til aðallega birst í litlum aukahlutverkum og þá helst sem sálarlaus slátrari. Myndin er framhald af myndbroti sem birtist í Grindhouse, kvikmyndatvíleik Rodriguez og Quentins Tarantino. Myndin segir frá Machete, sem er ólöglegur innflytjandi frá Mexíkó. Honum er falið af dularfullum manni að koma ríkisstjóraframbjóðanda fyrir kattarnef en sá vill alla ólöglega innflytjendur úr sínu fylki. Machete er hins vegar illa svikinn og skotinn í bakið og upphefst þá mikil flétta með tilheyrandi blóðbaði og hasar. Saga Danny Trejo er mögnuð. Hann er alinn upp í San Fernando dalnum og stundaði smáglæpi á sínum yngri árum. Hann þróaði einnig með sér hnefaleikahæfileika sem áttu eftir að koma honum til góða og ánetjaðist þar að auki heróíni. Þegar Trejo þurfti að sitja af sér nokkra dóma í San Quentin fangelsinu tók hann þátt í fylkiskeppni fanga í hnefaleikum og hafði sigur í bæði léttvigt og millivigt. Trejo virðist hafa tekið sig saman í andlitinu í kjölfarið því hann tók ástfóstri við tólf spora kerfið, sem hann hefur síðar sagt að hafi bjargað lífi sínu. Þegar Trejo losnaði úr fangelsi komst hann í íhlaupavinnu við gerð kvikmyndarinnar Runaway Train. Og þar bar handritshöfundurinn Edward Bunker kennsl á hann en Bunker og Trejo höfðu setið inni saman um stundarsakir. Bunker fékk hann til að þjálfa sjálfan Eric Roberts í hnefaleikum, sem endaði með því að leikstjóri myndarinnar lét Trejo hafa lítið hlutverk. Síðan þá hefur líf Danny Trejo legið upp á við. Ferill hans náði þó nýjum hæðum þegar hann hóf samstarf við Rodriguez í Desperado. Og síðan hefur hann alltaf getað bókað gott kvikmyndahlutverk. Trejo er einstaklega duglegur í kvikmyndagerðinni, birtist að meðaltali í fimm kvikmyndum á hverju ári og leikur bæði í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu. Trejo er fjögurra barna faðir en stendur í skilnaði við eiginkonu sína, Debbie Trejo. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira