Lífið

Gibson var ekki rekinn

Gibson var ekki rekinn úr The Hangover 2 að mati Todds Phillips.
Gibson var ekki rekinn úr The Hangover 2 að mati Todds Phillips.

Leikarinn Mel Gibson var ekki rekinn úr myndinni The Hangover 2. Þetta fullyrðir leikstjórinn Todd Phillips. Gibson átti að leika hlutverk sem húðflúrari en Liam Neeson var fenginn í hans stað. Því var haldið fram að aðrir leikarar myndar­innar hefðu krafist þess að Gibson yrði rekinn vegna persónulegra vandamála hans en Phillips vísar því á bug.

„Enginn var rekinn. Þetta er líka ógeðfellt hugtak. Einhver ætlaði að gera mér greiða með því að leika tveggja mínútna hlutverk en við breyttum atriðinu. Enginn var rekinn. Hann var bara að gera okkur greiða," sagði hann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.