Umfjöllun: Þrumufleygur Almars skilaði sigri gegn Skotum Henry Birgir Gunnarsson á Laugardalsvelli skrifar 7. október 2010 16:01 Jóhann Berg Guðmundsson skoraði fyrir Ísland í kvöld. Mynd/Valli Íslenska U-21 árs liðið fer með eins marks forskot til Skotlands eftir 2-1 sigur á Skotum í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili um laust sæti á lokakeppni EM. Íslenska liðið byrjaði leikinn með miklum látum í kvöld. Mikill kraftur í liðinu sem sótti án afláts. Þegar markið lá í loftinu urðu Hólmari Erni Eyjólfssyni á skelfileg mistök sem leiddu til þess að Skotar komust yfir með fyrsta skoti sínu í leiknum. Saklaus skalli kom í átt að Hólmari sem hitti ekki boltann. Jamie Murphy komst einn í gegn og skoraði með skoti á nærstöng. Arnar Darri hreyfði sig ekki í markinu og hefði líklega átt að gera betur. Strákarnir létu markið ekki slá sig út af laginu. Héldu áfram að sækja og það bar að lokum árangur. Birkir átti þá magnaðan sprett upp hægri vænginn. Gaf boltann fyrir, Skotar hreinsuðu frá en fyrir utan teiginn beið Jóhann Berg Guðmundsson. Hann tók boltann viðstöðulaust og skoraði með frábæru skoti. 1-1. Það var augljóslega þungu fargi létt af strákunum við að skora markið langþráða. Í stað þess að láta kné fylgja kviði fóru strákarnir að slaka fullmikið á og krafturinn sem var í liðinu áður var horfinn. Sóknarleikurinn hægur, bitlaus, menn að nota allt of margar snertingar á boltann og vel skipulögð vörn Skota réð auðveldlega við verkefnið. Það virtist stefna í 1-1 jafntefli þegar varamaðurinn Almarr Ormarsson skoraði sigurmark leiksins með sannkölluðum þrumufleyg. Hann fékk boltann fyrir utan teig, lét vaða og hitti boltann fullkomlega því hann söng efst í markhorninu. Algjörlega óverjandi. 2-1 staða fyrir seinni leikinn sem er viðkvæm staða. Íslensku strákarnir hefðu getað gert betur gegn liði sem er augljóslega lakara þó svo það sé vel skipulagt. Þetta íslenska lið er þó það öflugt að það getur vel unnið síðari leikinn en þá mun reyna á karakter og taugar leikmanna. Ísland-Skotland 2-10-1 Jamie Murphy (19.) 1-1 Jóhann Berg Guðmundsson (34.) 2-1 Almarr Ormarsson (78.) Áhorfendur: 7.255 Dómari: Hendrikus Bas Nijhus (Holland) 6. Skot (á mark): 15-5 (8-2) Varin skot: Arnar 1 - Martin 6 Horn: 6-2 Aukaspyrnur fengnar: 10-10 Rangstöður: 4-3 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Ísland U-21 - Skotland U-21. Fótbolti Tengdar fréttir Bjarni Þór: Hefðum átt að skjóta meira „Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að vinna þennan leik. Það tók okkur smá tíma að leysa varnarvinnuna hjá Skotum og vorum ekki nógu fljótir að dæla boltanum út á kantana en um leið og það gekk upp þá opnaðist leikurinn,“ sagði fyrirliðinn Bjarni Þór Viðarsson þegar 2-1 sigur var í höfn. 7. október 2010 22:59 Eyjólfur: Erum að leika skemmtilega knattspyrnu Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U-21 liðs Íslands, var ánægður með 2-1 sigur liðsins á Skotum í kvöld. Liðið lék oft á tíðum frábærlega gegn skipulögðum Skotum sem léku aftarlega á vellinum. 7. október 2010 23:05 Hjörtur Logi: Frábær mörk enda með frábæra sóknarmenn „Við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur og fengum á okkur slæmt mark. Okkur tókst með mikilli þolinmæði að ná yfirhöndinni. Þetta var góður sigur,“ sagði Hjörtur Logi Valgarðsson eftir góðan sigur Íslands á Skotum á Laugardalsvelli í kvöld. 7. október 2010 22:58 Aron Einar: Mæta í pilsum með leiðindi „Þetta var glæsilegur sigur og það eru allir Íslendingar sem standa með okkur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson sem átti góðan leik á miðjunni hjá íslenska liðinu. 7. október 2010 23:00 Gylfi Þór: Erum betri í fótbolta en Skotar „Það tók smá tíma fyrir okkur að brjóta upp skosku vörnina en við höfðum alltaf trú á því að við myndum taka þetta á heimavelli fyrir framan alla þessa áhorfendur,“ sagði Gylfi Þór Sigursson í leiklok eftir sigur U-21 landsliðsins gegn Skotum á Laugardalsvelli í kvöld. 7. október 2010 22:56 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Íslenska U-21 árs liðið fer með eins marks forskot til Skotlands eftir 2-1 sigur á Skotum í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili um laust sæti á lokakeppni EM. Íslenska liðið byrjaði leikinn með miklum látum í kvöld. Mikill kraftur í liðinu sem sótti án afláts. Þegar markið lá í loftinu urðu Hólmari Erni Eyjólfssyni á skelfileg mistök sem leiddu til þess að Skotar komust yfir með fyrsta skoti sínu í leiknum. Saklaus skalli kom í átt að Hólmari sem hitti ekki boltann. Jamie Murphy komst einn í gegn og skoraði með skoti á nærstöng. Arnar Darri hreyfði sig ekki í markinu og hefði líklega átt að gera betur. Strákarnir létu markið ekki slá sig út af laginu. Héldu áfram að sækja og það bar að lokum árangur. Birkir átti þá magnaðan sprett upp hægri vænginn. Gaf boltann fyrir, Skotar hreinsuðu frá en fyrir utan teiginn beið Jóhann Berg Guðmundsson. Hann tók boltann viðstöðulaust og skoraði með frábæru skoti. 1-1. Það var augljóslega þungu fargi létt af strákunum við að skora markið langþráða. Í stað þess að láta kné fylgja kviði fóru strákarnir að slaka fullmikið á og krafturinn sem var í liðinu áður var horfinn. Sóknarleikurinn hægur, bitlaus, menn að nota allt of margar snertingar á boltann og vel skipulögð vörn Skota réð auðveldlega við verkefnið. Það virtist stefna í 1-1 jafntefli þegar varamaðurinn Almarr Ormarsson skoraði sigurmark leiksins með sannkölluðum þrumufleyg. Hann fékk boltann fyrir utan teig, lét vaða og hitti boltann fullkomlega því hann söng efst í markhorninu. Algjörlega óverjandi. 2-1 staða fyrir seinni leikinn sem er viðkvæm staða. Íslensku strákarnir hefðu getað gert betur gegn liði sem er augljóslega lakara þó svo það sé vel skipulagt. Þetta íslenska lið er þó það öflugt að það getur vel unnið síðari leikinn en þá mun reyna á karakter og taugar leikmanna. Ísland-Skotland 2-10-1 Jamie Murphy (19.) 1-1 Jóhann Berg Guðmundsson (34.) 2-1 Almarr Ormarsson (78.) Áhorfendur: 7.255 Dómari: Hendrikus Bas Nijhus (Holland) 6. Skot (á mark): 15-5 (8-2) Varin skot: Arnar 1 - Martin 6 Horn: 6-2 Aukaspyrnur fengnar: 10-10 Rangstöður: 4-3 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Ísland U-21 - Skotland U-21.
Fótbolti Tengdar fréttir Bjarni Þór: Hefðum átt að skjóta meira „Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að vinna þennan leik. Það tók okkur smá tíma að leysa varnarvinnuna hjá Skotum og vorum ekki nógu fljótir að dæla boltanum út á kantana en um leið og það gekk upp þá opnaðist leikurinn,“ sagði fyrirliðinn Bjarni Þór Viðarsson þegar 2-1 sigur var í höfn. 7. október 2010 22:59 Eyjólfur: Erum að leika skemmtilega knattspyrnu Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U-21 liðs Íslands, var ánægður með 2-1 sigur liðsins á Skotum í kvöld. Liðið lék oft á tíðum frábærlega gegn skipulögðum Skotum sem léku aftarlega á vellinum. 7. október 2010 23:05 Hjörtur Logi: Frábær mörk enda með frábæra sóknarmenn „Við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur og fengum á okkur slæmt mark. Okkur tókst með mikilli þolinmæði að ná yfirhöndinni. Þetta var góður sigur,“ sagði Hjörtur Logi Valgarðsson eftir góðan sigur Íslands á Skotum á Laugardalsvelli í kvöld. 7. október 2010 22:58 Aron Einar: Mæta í pilsum með leiðindi „Þetta var glæsilegur sigur og það eru allir Íslendingar sem standa með okkur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson sem átti góðan leik á miðjunni hjá íslenska liðinu. 7. október 2010 23:00 Gylfi Þór: Erum betri í fótbolta en Skotar „Það tók smá tíma fyrir okkur að brjóta upp skosku vörnina en við höfðum alltaf trú á því að við myndum taka þetta á heimavelli fyrir framan alla þessa áhorfendur,“ sagði Gylfi Þór Sigursson í leiklok eftir sigur U-21 landsliðsins gegn Skotum á Laugardalsvelli í kvöld. 7. október 2010 22:56 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Bjarni Þór: Hefðum átt að skjóta meira „Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að vinna þennan leik. Það tók okkur smá tíma að leysa varnarvinnuna hjá Skotum og vorum ekki nógu fljótir að dæla boltanum út á kantana en um leið og það gekk upp þá opnaðist leikurinn,“ sagði fyrirliðinn Bjarni Þór Viðarsson þegar 2-1 sigur var í höfn. 7. október 2010 22:59
Eyjólfur: Erum að leika skemmtilega knattspyrnu Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U-21 liðs Íslands, var ánægður með 2-1 sigur liðsins á Skotum í kvöld. Liðið lék oft á tíðum frábærlega gegn skipulögðum Skotum sem léku aftarlega á vellinum. 7. október 2010 23:05
Hjörtur Logi: Frábær mörk enda með frábæra sóknarmenn „Við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur og fengum á okkur slæmt mark. Okkur tókst með mikilli þolinmæði að ná yfirhöndinni. Þetta var góður sigur,“ sagði Hjörtur Logi Valgarðsson eftir góðan sigur Íslands á Skotum á Laugardalsvelli í kvöld. 7. október 2010 22:58
Aron Einar: Mæta í pilsum með leiðindi „Þetta var glæsilegur sigur og það eru allir Íslendingar sem standa með okkur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson sem átti góðan leik á miðjunni hjá íslenska liðinu. 7. október 2010 23:00
Gylfi Þór: Erum betri í fótbolta en Skotar „Það tók smá tíma fyrir okkur að brjóta upp skosku vörnina en við höfðum alltaf trú á því að við myndum taka þetta á heimavelli fyrir framan alla þessa áhorfendur,“ sagði Gylfi Þór Sigursson í leiklok eftir sigur U-21 landsliðsins gegn Skotum á Laugardalsvelli í kvöld. 7. október 2010 22:56