Fótbolti

Aron Einar: Mæta í pilsum með leiðindi

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Aron Einar eftir leikinn í kvöld.
Aron Einar eftir leikinn í kvöld. Mynd/Valli
„Þetta var glæsilegur sigur og það eru allir Íslendingar sem standa með okkur," sagði Aron Einar Gunnarsson sem átti góðan leik á miðjunni hjá íslenska liðinu. „Við vorum þungir og stressaðir í byrjun leiks en náðum svo að finna okkar leik. Þetta er frábært lið og það er mögnuð stemmning í hópnum."

Skotarnir leika mjög varnarsinnaða knattspyrnu og er Aron ekkert sértaklega hrifinn af þeirra leik. „Þetta er ekki skemmtilegasta liðið sem maður mætir. Þeir mæta í pilsum og eru með leiðindi. Við erum með miklu betra knattspyrnulið en þeir. Við leystum þetta frábærlega og getum verið stoltir af okkar frammistöðu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×