Fótbolti

Bjarni Þór: Hefðum átt að skjóta meira

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Bjarni Þór þakkar áhorfendum fyrir í kvöld.
Bjarni Þór þakkar áhorfendum fyrir í kvöld. Mynd/Valli
„Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að vinna þennan leik. Það tók okkur smá tíma að leysa varnarvinnuna hjá Skotum og vorum ekki nógu fljótir að dæla boltanum út á kantana en um leið og það gekk upp þá opnaðist leikurinn," sagði fyrirliðinn Bjarni Þór Viðarsson þegar 2-1 sigur var í höfn.

„Það var mikill léttir að ná að jafna leikinn og við skorum tvö frábær mörk í þessum leik. Við hefðum átt að skjóta meira á skoska markvörðinn því hann virkar ekki öruggur," segir Bjarni sem nýtur þess að vera fyrirliði. „Það er frábært að fá að leiða þetta lið og gaman að sjá alla þessa áhorfendur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×