Fótbolti

Gylfi Þór: Erum betri í fótbolta en Skotar

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Gylfi Þór í leiknum í kvöld.
Gylfi Þór í leiknum í kvöld. Mynd/Valli
„Það tók smá tíma fyrir okkur að brjóta upp skosku vörnina en við höfðum alltaf trú á því að við myndum taka þetta á heimavelli fyrir framan alla þessa áhorfendur," sagði Gylfi Þór Sigursson í leiklok eftir sigur U-21 landsliðsins gegn Skotum á Laugardalsvelli í kvöld.

„Ég var klaufi að skora ekki og svo skallaði Bjarni boltanum beint í hausinn á mér. Við fengum nóg af færum og hefðum átt að skora allavega eitt mark í viðbót. Við vorum mikið betri í þessum leik og þurfum að sýna það á mánudag að við erum betri í fótbolta en þessir Skotar."

Gylfi var í strangri gæslu í leiknum en átti þó marga góða spretti sem ógnuðu marki Skota. „Skoski vinstri bakvörðurinn var í bullinu og því var ég alltaf með tvo menn á mér," segir Gylfi sem er þess fullviss að liðið fari áfram. „Ef við spilum eins og við gerðum í þessum leik þá erum við á leiðinni áfram."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×