Fótbolti

Hjörtur Logi: Frábær mörk enda með frábæra sóknarmenn

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Hjörtur Logi, til hægri á myndinni.
Hjörtur Logi, til hægri á myndinni. Mynd/Valli
„Við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur og fengum á okkur slæmt mark. Okkur tókst með mikilli þolinmæði að ná yfirhöndinni. Þetta var góður sigur," sagði Hjörtur Logi Valgarðsson eftir góðan sigur Íslands á Skotum á Laugardalsvelli í kvöld.

„Við skorum frábær mörk enda með frábæra sóknarmenn í okkar liði. Við vissum að það tæki tíma að brjóta skoska liðið á bak aftur og mjög fínt að skora tvo mörk. Nú höfum við forystu fyrir seinni leikinn og það mun hjálpa okkur gífurlega," segir Hjörtu og segir að liðið muni ekki hugsa um markið sem Skotarnir skoruðu sem gæti reynst dýrkeypt þegar upp er staðið.

„Markið sem við fengum á okkur gæti orðið dýrkeypt en við megum ekki hugsa of mikið um það. Við ætlum okkur að vinna seinni leikinn og tryggja okkur áfram."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×