Gosið enn í gangi - farið að bera á öskufalli 22. mars 2010 06:12 Myndin var tekin í eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar í gærkvöldi. MYND/Egill Gosórói í Eyjafjallajökli fór vaxandi um ellefu leytið í gærkvöldi og hélst fram til klukkan þrjú í nótt, að heldur dró úr honum aftur og það er staðan núna í morgunsárið. Þegar vísindamenn flugu yfir eldstöðvarnar með Landhelgisgæslunni í gærkvöldi voru tíu virkir gosstrókar á gossprungunni og risu sterkustu strókarnir í 100 til 150 metra hæð. Gossprungan hefur styst frá því í gærmorgun og var í gærkvöldi 300 til 350 metra löng, en hún var allt að 500 metrum í upphafi. Hraun hefur runnið um einn kílómetra til norðausturs frá gossprungunni en ekki var hægt að kanna hraunrennsli til norðvesturs. Sáralítill gosmökkur var í gærkvöldi frá gosinu og undir morgun var útlit fyrir að ekki yrðu truflanir á flugi vegna hans. Öskufall hófst í Fljótshlíð og alveg til Hvolsvallar í nótt, þar sem bílar eru allir gráir af ösku. Hún er hinsvegar fíngerð, en verið er að taka sýni úr henni til að kanna hvort hún er hættuleg skepnum. Bændum hefur verið ráðlagt að taka skepnur í hús til öryggis. Mikil umferð var eystra í gærkvöldi en vegirnir upp á Fimmvörðuháls og í Þórsmörk eru lokaðir. Fjölskyldur af 14 bæjum þurftu að gista annarsstaðar í nótt, en verður leyft að sinna skepnum nú í morgunsárið. Það ræðst svo á fundi Almannavarna, sem hefst klukkan níu, hvort fólk fær að flytja aftur heim. Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Gosórói í Eyjafjallajökli fór vaxandi um ellefu leytið í gærkvöldi og hélst fram til klukkan þrjú í nótt, að heldur dró úr honum aftur og það er staðan núna í morgunsárið. Þegar vísindamenn flugu yfir eldstöðvarnar með Landhelgisgæslunni í gærkvöldi voru tíu virkir gosstrókar á gossprungunni og risu sterkustu strókarnir í 100 til 150 metra hæð. Gossprungan hefur styst frá því í gærmorgun og var í gærkvöldi 300 til 350 metra löng, en hún var allt að 500 metrum í upphafi. Hraun hefur runnið um einn kílómetra til norðausturs frá gossprungunni en ekki var hægt að kanna hraunrennsli til norðvesturs. Sáralítill gosmökkur var í gærkvöldi frá gosinu og undir morgun var útlit fyrir að ekki yrðu truflanir á flugi vegna hans. Öskufall hófst í Fljótshlíð og alveg til Hvolsvallar í nótt, þar sem bílar eru allir gráir af ösku. Hún er hinsvegar fíngerð, en verið er að taka sýni úr henni til að kanna hvort hún er hættuleg skepnum. Bændum hefur verið ráðlagt að taka skepnur í hús til öryggis. Mikil umferð var eystra í gærkvöldi en vegirnir upp á Fimmvörðuháls og í Þórsmörk eru lokaðir. Fjölskyldur af 14 bæjum þurftu að gista annarsstaðar í nótt, en verður leyft að sinna skepnum nú í morgunsárið. Það ræðst svo á fundi Almannavarna, sem hefst klukkan níu, hvort fólk fær að flytja aftur heim.
Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira