Enski boltinn

Chelsea vill Luka Modric

Elvar Geir Magnússon skrifar
Luka Modric.
Luka Modric.

Chelsea vill fá miðjumanninn króatíska Luka Modric frá Tottenham. Modric er ofarlega á óskalista Chelsea sem talið er tilbúið að reiða fram háar fjárhæðir fyrir leikmanninn.

Þetta setur stjórnarformann Tottenham, Daniel Levy, í erfiða stöðu en ljóst er að það yrði ekki vinsælt hjá stuðningsmönnum og knattspyrnustjóranum Harry Redknapp ef Modric verður seldur.

Tottenham verður með í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eins og flestir vita.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×