Innlent

Bjarni Ben undir feldi

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er að fara yfir öll gögn sem tengjast nýjum Icesave-samningum. Hann mun ekki tjá sig fyrr en hann hefur kynnt sér málið til hlítar, segir Friðjón R. Friðjónsson, aðstoðarmaður hans.

Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í samtali við fréttastofu í morgun að almenn afstaða í þingflokknum væri sú að menn vildu kynna sér efni frumvarpsins vel áður en þeir tækju afstöðu til þess. Reynslan frá síðustu samningum hafi verið þess eðlis að stöðugt komu fram nýjar upplýsingar sem höfðu þýðingu.

Stefnt er að því að dreifa frumvarpinu í þessari viku, að sögn upplýsingafulltrúa fjármálaráðuneytisins. Málið er hins vegar ekki á forgangslista þingsins þar sem fjárlagafrumvarpið er óafgreitt og því er fremur ólíklegt að frumvarp vegna nýrra Icesave-samninga verði afgreitt sem lög frá Alþingi fyrir jól.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×