Innlent

Hungur og vonleysi

Hungur og vonleysi bíður fjölskyldna sem hafa þurft að reiða sig á matargjafir en hjálparsamtök sem gefa slíkar gjafir eru komin í sumarfrí. Þetta segir öryrki sem nær ekki endum saman á bótunum sem hún fær frá hinu opinbera.

Margir Íslendingar sem reiða sig á matargjafir frá Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd en þar er lokað í sumar. Guðrún Stella Gunnarsdóttir er ein þeirra sem hefur oft þurft að að bíða í röð eftir mat. Hún er einstæð þriggja barna móðir, óvinnufær vegna gigtveiki sem hefur hrjáð hana frá unglingsaldri. „Ég veit ekki hvað á að gera. Við getum ekki leitað neitt."

Hún segir matarbiðröðina hjá Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpinni síðasta hálmstráið fyrir margar fjölskyldar. „Já, það er eiginlega endapunkturinn á öllu."

Mataraðstoðin sem þarna er veitt er hugsuð sem algjört neyðarúrræði sem á ekki að vera hluti af grunnþjónustunni sem hið opinbera veitir. Raunveruleikinn er hins vegar sá að þær eru margar fjölskyldurnar sem verða án matar nú þegar hjálparsamtök fara í frí.

„Maður fer í heimsókn til fjölskyldunnar og fær kannski að borða þar. Ef börnin eru ekki heima þá borða ég ekki. Ég veit stundum ekki hvernig ég fer af þessu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×