Innlent

Guðjón í Oz gerður að heiðursfélaga: Ekki með stúdentspróf

Guðjón í Oz
Guðjón í Oz
„Ég er bara hissa og ánægður að vera hluti af fagfélagi, þrátt fyrir að vera ekki með stúdentspróf," segir Guðjón Már Guðjónsson, betur þekktur sem Guðjón í OZ. Hann var á dögunum gerður að heiðursfélaga í Félagi tölvunarfræðinga fyrir mikilsverð störf á sviði tölvunarfræði á undanförnum árum.

„Þetta var óvæntur glaðningur, ég vil koma á framfæri þakklæti til stjórnarinnar fyrir að hafa tekið af skarið með þetta," segir Guðjón sem er í skýjunum. „Ég vonast til að komast í vísindaferðir," segir hann kíminn.

En mun hann setjast aftur á skólabekk og klára stúdentsprófið eftir að hafa fengið viðurkenninguna?

„Ég veit það nú ekki, ég held að það hafi verið mín blessun að hafa ekki sótt í viðurkenningar frá kerfinu. Það hefur skapað ákveðna þörf hjá mér að læra eitthvað nýtt á hverjum degi, ég ætla halda áfram á þeirri braut, það er að segja sjálfsnámsbrautinni. Þá getur maður unnið á sínum hraða og ekki verið með stöðugar áhyggjur í að hafa prófgráðu frá hinu stóra menntakerfi. Ég held að þetta virki bara sem persónuleg hvatning á mig," segir Guðjón.

Þessa daganna er Guðjón að vinna að undirbúningi þjóðfundarins sem haldinn verður á laugardag og munu yfir 1000 manns taka þátt í honum. Hann segir það ganga ljómandi vel, „Ég er að nýta minn tölvunarbakrunn og móta allt umræðukerfið. Það er ótrúlega spennandi og frábært fólk sem kemur að þessu."

En hann er ekki búinn að finna stað heima hjá sér fyrir viðurkenninguna. „Ég mun finna henni góðan stað, hún fer eflaust þar sem stúdentshúfan átti að vera," segir hann kátur að lokum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×