Guðjón í Oz gerður að heiðursfélaga: Ekki með stúdentspróf 2. nóvember 2010 14:21 Guðjón í Oz „Ég er bara hissa og ánægður að vera hluti af fagfélagi, þrátt fyrir að vera ekki með stúdentspróf," segir Guðjón Már Guðjónsson, betur þekktur sem Guðjón í OZ. Hann var á dögunum gerður að heiðursfélaga í Félagi tölvunarfræðinga fyrir mikilsverð störf á sviði tölvunarfræði á undanförnum árum. „Þetta var óvæntur glaðningur, ég vil koma á framfæri þakklæti til stjórnarinnar fyrir að hafa tekið af skarið með þetta," segir Guðjón sem er í skýjunum. „Ég vonast til að komast í vísindaferðir," segir hann kíminn. En mun hann setjast aftur á skólabekk og klára stúdentsprófið eftir að hafa fengið viðurkenninguna? „Ég veit það nú ekki, ég held að það hafi verið mín blessun að hafa ekki sótt í viðurkenningar frá kerfinu. Það hefur skapað ákveðna þörf hjá mér að læra eitthvað nýtt á hverjum degi, ég ætla halda áfram á þeirri braut, það er að segja sjálfsnámsbrautinni. Þá getur maður unnið á sínum hraða og ekki verið með stöðugar áhyggjur í að hafa prófgráðu frá hinu stóra menntakerfi. Ég held að þetta virki bara sem persónuleg hvatning á mig," segir Guðjón. Þessa daganna er Guðjón að vinna að undirbúningi þjóðfundarins sem haldinn verður á laugardag og munu yfir 1000 manns taka þátt í honum. Hann segir það ganga ljómandi vel, „Ég er að nýta minn tölvunarbakrunn og móta allt umræðukerfið. Það er ótrúlega spennandi og frábært fólk sem kemur að þessu." En hann er ekki búinn að finna stað heima hjá sér fyrir viðurkenninguna. „Ég mun finna henni góðan stað, hún fer eflaust þar sem stúdentshúfan átti að vera," segir hann kátur að lokum. Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
„Ég er bara hissa og ánægður að vera hluti af fagfélagi, þrátt fyrir að vera ekki með stúdentspróf," segir Guðjón Már Guðjónsson, betur þekktur sem Guðjón í OZ. Hann var á dögunum gerður að heiðursfélaga í Félagi tölvunarfræðinga fyrir mikilsverð störf á sviði tölvunarfræði á undanförnum árum. „Þetta var óvæntur glaðningur, ég vil koma á framfæri þakklæti til stjórnarinnar fyrir að hafa tekið af skarið með þetta," segir Guðjón sem er í skýjunum. „Ég vonast til að komast í vísindaferðir," segir hann kíminn. En mun hann setjast aftur á skólabekk og klára stúdentsprófið eftir að hafa fengið viðurkenninguna? „Ég veit það nú ekki, ég held að það hafi verið mín blessun að hafa ekki sótt í viðurkenningar frá kerfinu. Það hefur skapað ákveðna þörf hjá mér að læra eitthvað nýtt á hverjum degi, ég ætla halda áfram á þeirri braut, það er að segja sjálfsnámsbrautinni. Þá getur maður unnið á sínum hraða og ekki verið með stöðugar áhyggjur í að hafa prófgráðu frá hinu stóra menntakerfi. Ég held að þetta virki bara sem persónuleg hvatning á mig," segir Guðjón. Þessa daganna er Guðjón að vinna að undirbúningi þjóðfundarins sem haldinn verður á laugardag og munu yfir 1000 manns taka þátt í honum. Hann segir það ganga ljómandi vel, „Ég er að nýta minn tölvunarbakrunn og móta allt umræðukerfið. Það er ótrúlega spennandi og frábært fólk sem kemur að þessu." En hann er ekki búinn að finna stað heima hjá sér fyrir viðurkenninguna. „Ég mun finna henni góðan stað, hún fer eflaust þar sem stúdentshúfan átti að vera," segir hann kátur að lokum.
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira