Innlent

Björk hefur safnað tíu þúsund undirskriftum

Björk Guðmundsdóttir söngkona.
Björk Guðmundsdóttir söngkona.
Tíu þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að koma í veg fyrir söluna á HS-Orku til Magma Energy. Í áskoruninni er einnig skorað á stjórnvöld að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um eignarhald á orkuauðlindum landsins.

Björk Guðmundsdóttir kynnti áskorunina, fyrir þremur dögum síðan, á blaðamannafundi með söng og varpaði um leið fram lykilspurningum um framtíð Íslands og orku. Hún sagðist vilja sprauta fræjum inn í íslenska rannsóknarblaðamennsku og hvatti, ásamt öðrum, til opinnar og gagnrýnnar umræðu um Magmamálið, sem nú er orðið að prófmáli íslenskrar orku- og auðlindastefnu.

Í kjölfarið hafa tíuþúsund undirskriftir safnast á ofurhraða inn á síðuna orkuaudlindir.is


Tengdar fréttir

Björk mótmælir Magma

Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona mótmælir kaupum Magma á HS-Orku ásamt aðstoðarmanni Evu Joly, honum Jóni Þórissyni arkitekt og rithöfundinum Oddnýju Eir Ævarsdóttur. Þau afhentu í dag Umboðsmanni Alþingis ábendingu um að taka til gagngerrar endurskoðunar sölu- og samningaferli það sem að óbreyttu leiðir til þess að fyrirtækið Magma Energy Sweden AB fær yfirráðarétt yfir nýtingu mikilvægra orkuauðlinda Íslendinga til a.m.k. 65 ára, segir í tilkynningu til fjölmiðla.

Björk afþakkar hlut í HS orku

Ross Beaty, forstjóri Magma Energy, bauð Björk Guðmundsdóttur25% hlut í HS orku í dag. Hann setti fram tilboð sitt á vef blaðsins Reykjavík Grapevine. Björk Guðmundsdóttir svaraði síðan í dag og sagðist ekki hafa áhuga á því að eignast hlut í fyrirtækinu. Hún segir að víst að Beaty sé að bjóða henni hlut í fyrirtækinu sé alveg ljóst að hann misskilji sjónarmið hennar í Magma málinu.

Björk syngur á blaðamannafundi

Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona mun syngja á blaðamannafundi í dag klukkan fjögur þar sem þar sem kynnt verður undirskriftasöfnun vegna áskorunar um orkuauðlindir Íslendinga. Mun hún flytja nokkur laga sinna í nýrri útgáfu.

1448 mótmæla Magma-kaupum

Á heimasíðunni orkuaudlindir.is skorar Björk Guðmundsdóttir á stjórnvöld að koma í veg fyrir söluna á HS Orku. Hún kynnir áskorun sína og syngur á blaðamannafundi síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×