Innlent

Tilkynnt um nýjan framkvæmdastjóra í næstu viku

Guðmundur Bjarnason lét af störfum 1. júlí en hann hefur stýrt sjóðnum undanfarin ár. Guðmundur er fyrrverandi ráðherra og þingmaður.
Guðmundur Bjarnason lét af störfum 1. júlí en hann hefur stýrt sjóðnum undanfarin ár. Guðmundur er fyrrverandi ráðherra og þingmaður.
Stjórn Íbúðalánasjóðs hefur ekki gengið frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra sjóðsins. Gunnar S. Björnsson, varaformaður stjórnar, segir að ákvörðun um nýjan framkvæmdastjóra verði að öllum líkindum tekin á stjórnarfundi í næstu viku. Í framhaldinu verði tilkynnt um eftirmann Guðmundar Bjarnasonar sem lét af störfum sem framkvæmdastjóri á fimmtudaginn. Guðmundur hefur stýrt sjóðnum allt frá því að hann hætti í stjórnumálum fyrir rúmum áratug.

Gunnar vildi ekki gefa upp hvort ágreiningur væri innan stjórnarinnar um hvern ætti að ráða sem framkvæmdastjóra. 27 sóttu um stöðuna og voru fjórir umsækjendur boðaðir í viðtöl og því stendur valið á milli þeirra, að sögn Gunnars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×