Innlent

Svíakóngur drakk kampavín á Austur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sviakóngur var í góðra vina hópi á Austur í nótt. Mynd/ afp.
Sviakóngur var í góðra vina hópi á Austur í nótt. Mynd/ afp.
Karl Gústav, konungur Svíþjóðar, ákvað að gera sér dagamun á veitingastaðnum Austur í gærkvöld. Þar var hann í nokkuð fjölmennum hópi fólks og drakk kampavín, samkvæmt heimildum Vísis. Starfsfólk Austur staðfesti fréttirnar þegar Vísir hafði samband þangað en vildi að öðru leyti ekkert láta hafa eftir sér um málið.

Samkvæmt heimildum Vísis voru bæði Íslendingar og Svíar með kónginum og lífverðir hans voru með hópnum. Karl Gústav og félagar hlustuðu á ljúfa tónlist frammá rauða nótt. Frægasta hljómsveit Svía, Abba, var þó ekki á meðal þess sem kóngurinn hlustaði á.

Svíakóngur er staddur hér á landi í einkaheimsókn. Hann er ekki eini norræni kóngurinn sem kemur hingað í ár því að Haraldur konungur Noregs var hérna fyrr í sumar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×