Innlent

Alþingi skipar sjö manna stjórnlaganefnd

Njörður P. Njarðvík rithöfundur er á meðal þeirra sem skipaðir hafa verið í stjórnlaganefnd.
Njörður P. Njarðvík rithöfundur er á meðal þeirra sem skipaðir hafa verið í stjórnlaganefnd.

Alþingi hefur skipað sjö manna stjórnlaganefnd sem ætlað er að undirbúa þjóðfund um stjórnarskrármálefni. Þá er nefndinni ætlað að vinna úr upplýsingum sem safnast á þjóðfundinum og afhenda stjórnlagaþingi þegar það kemur saman að því er fram kemur í tilkynningu frá Alþingi.

Auk þess skal nefndin annast „söfnun og úrvinnslu fyrirliggjandi gagna og upplýsinga um stjórnarskrármálefni sem nýst geta stjórnlagaþingi og enn fremur leggja fram hugmyndir til stjórnlagaþings um breytingar á stjórnarskrá þegar það kemur saman."

Einnig hefur forsætisnefnd Alþingis skipað þriggja manna undirbúningsnefnd stjórnlagaþings. Nefndinni er ætlað að undirbúa stofnun og starfsemi stjórnlagaþingsins ásamt undirbúningi fyrir þjóðfund.

„Þá er undirbúningsnefndinni ætlað að undirbúa kynningu á starfsemi þingsins og setja upp vefsíðu þess, útvega húsnæði og undirbúa ráðningu starfsmanna þingsins. Einnig skal nefndin hefja gagnaöflun til undirbúnings fyrir tillögugerð stjórnlagaþings," segir í tilkynningunni.



Stjórnlaganefndina skipa:


  • Aðalheiður Ámundadóttir
  • Ágúst Þór Árnason
  • Björg Thorarensen
  • Ellý K. Guðmundsdóttir
  • Guðrún Pétursdóttir
  • Njörður P. Njarðvík
  • Skúli Magnússon.



Undirbúningsnefnd stjórnlagaþings skipa:



  • Þorsteinn Magnússon, formaður, aðstoðarskrifstofustjóri á Alþingi
  • Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu
  • Sigrún Benediktsdóttir hdl.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×