Innlent

Ræða hugsanleg málaferli vegna gjaldeyrisdómsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Helgi Hjörvar er formaður efnahags- og skattanefndar. Mynd/ Arnþór.
Helgi Hjörvar er formaður efnahags- og skattanefndar. Mynd/ Arnþór.
Fjöldi gesta hefur verið boðaður á sameiginlegan fund viðskiptanefndar og efnahags- og skattanefndar Alþingis sem hefst klukkan tíu í dag.

Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar, segir að farið verði yfir ýmis mál tengd gengistryggðum lánum sem dæmd voru ólögleg þann 16. júní síðastliðinn. Á fundinn hafa verið boðaðir seðlabankastjóri, viðskiptaráðherra, fulltrúar úr fjármálaráðuneytinu, fulltrúar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Talsmaður neytenda.

Kröfuhafar föllnu bankanna, sem nú eiga hluti í nýju bönkunum, íhuga málaferli gegn íslenska ríkinu vegna forsendubrests eftir að dómurinn var kveðinn upp. Helgi segir að þau mál verði rædd eins og annað sem tengist málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×