Lífið

Steindi Jr. í framboð fyrir VG

Steindi jr með hinum í Vg í Mosó. Frambjóðendurnir sem skipa sex efstu sætin. Frá vinstri: Ólafur Gunnarsson, Bryndís Brynjarsdóttir, Högni Snær Hauksson, Karl Tómasson, Sigurlaug Ragnarsdóttir og Steindi Jr. Mynd/hilmar Gunnarsson
Steindi jr með hinum í Vg í Mosó. Frambjóðendurnir sem skipa sex efstu sætin. Frá vinstri: Ólafur Gunnarsson, Bryndís Brynjarsdóttir, Högni Snær Hauksson, Karl Tómasson, Sigurlaug Ragnarsdóttir og Steindi Jr. Mynd/hilmar Gunnarsson

„Þetta byrjaði með því að ég vildi fá fótboltamark aftur á Varmárvöllinn. Við strákarnir spiluðum mikið á þetta mark, en svo var það bara tekið. Það var rosalega vont. Þegar það var hringt í mig og mér boðið sæti á lista, þá var mér hugsað til marksins og sagði bara já takk,“ segir Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr. Hann er í þriðja sæti á framboðslista Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Mosfellsbæ.

„Ég ætla að verða fulltrúi unga fólksins í bænum enda margt hægt að gera fleira heldur en að redda þessu marki,“ segir Steindi. Hann er Mosfellingur frá blautu barnsbeini og veit hvernig er að alast upp í bænum.

VG er núna með einn mann í bæjarstjórn en Steindi er ekki í neinum vafa um að hann komist inn. „Ég fer alveg pottþétt í bæjarstjórn. Þetta verður stórsigur! Og markið er bara byrjunin. Ég er með alveg fullt af hugmyndum. Vonandi er svo einhver peningur í þessu, ég er reyndar ekki búinn að kanna það.“

Steindi hamast nú við að taka upp efni fyrir átta sjónvarpsþætti sem byrjað verður að sýna á Stöð 2 í lok apríl. Þættirnir heita Steindinn okkar og auk Steinda er Ágúst Bent úr Rottweilerhundum aðalsprautan í þáttunum.

„Þetta eru grínsketsaþættir með fullt af gestaleikurum. Þetta verða einhverjir bestu þættir sem gerðir hafa verið,“ segir Steindi fullur sjálfstrausts. En er hann ekkert smeykur um að verða stimplaður kommagrínisti? „Nei, nei, alls ekki. Ég vil bara fá fótboltamarkið aftur. Það er númer 1, 2 og 3. Svo er ég með teikniborðið fullt af hugmyndum fyrir unga fólkið.“- drg


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.