Innlent

Seldi atvinnuhúsnæði langt undir fasteignavirði

Landsbanki.
Landsbanki.

Landsbankinn seldi atvinnuhúsnæði á Grensásvegi á yfir fjörutíu prósenta lægra verði en húsið var keypt á fyrir þremur árum. Fermetrinn var seldur á tæpar 50 þúsund krónur. Hrakvirði segir löggiltur fasteignasali, en ekki óeðlilegt í þessu ástandi.

Fréttastofa kannaði málið og fékk afrit af kaupsamningum. Friðrik Hansen verkfræðingur keypti eignirnar árið 2006 á tæpar 132 milljónir króna, í þeim tilgangi að breyta húsinu í hótel.

Ári síðar fékk hann samþykktar teikningar um að breyta eigninni í hótel, en þá var farið að þrengjast um lausafé í bönkum og honum tókst ekki að fjármagna breytingarnar. Hann gat ekki staðið í skilum og Landsbankinn keypti eignirnar á uppboðum, fyrir um ári síðan.

Að sögn Landsbankans voru eignirnar þá settar í sölu hjá tveimur fasteignasölum, Eignamiðlun seldi svo eignirnar nú í október á 75 milljónir króna en samkvæmt Speglinum á RÚV þá var það bróðir þingmanns VG, Björns Vals Gíslasonar, sem keypti húsið. Það er órafjarri fasteignamati hússins og innan við 60% af því sem Grensásvegur 12 seldist á fyrir þremur árum.

Eignamiðlun auglýsti Grensásveginn ekki í blöðum - en eignin var auglýst á netinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×