Lífið

Eru allar stelpur í Versló fegurðardrottningar? - myndir

Hvernig í ösköpunum fara inntökuprófin fram í Versló?
Hvernig í ösköpunum fara inntökuprófin fram í Versló?

Ef meðfylgjandi myndir sem teknar voru baksviðs þegar Nemendamótsnefnd Verzlunarskólans frumsýndi söngleikinn THRILLER í Loftkastalanum eru skoðaðar fer ekki á milli mála að stelpurnar líta allar út eins og fegurðardrottningar.

Ívar Örn Sverrisson leikstýrir Thriller, sem er nýr íslenskir söngleikur byggður upp í kringum lög poppgoðsins Michael Jackson.

„Krakkarnir sýna algjöran stjörnuperformans á öllum sviðum enda hafa þau unnið fyrir því," svarar Ívar Örn Sverrisson sem leikstýrir sýningunni spurður út í frammistöðu nemenda.

„Dansinn, leikurinn og söngurinn eru að mínu mati eins nálægt atvinnuleikhúsi og hægt er að komast í menntaskólasýningu," segir Ívar.

Ívar bregður á leik baksviðs með karakterunum Margréti Kamillu og Billy Jean.

„Minni vinnu er lokið og ég sakna krakkanna nú þegar en ég mæti auðvitað reglulega á sýningar."

„Söngleikjaunnendur og aðrir stuðboltar ættu ekki að missa af henni."

„Sýningin er fyrir sex ára og uppúr og er sannkölluð fjölskylduskemmtun uppfull af kröftugum, fyndnum og spúkí senum."-elly@365.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×