Innlent

Íslendingur smyglaði hassi til Færeyja

SB skrifar
Sjúkrahúsið þar sem dópið kom upp úr manninum.
Sjúkrahúsið þar sem dópið kom upp úr manninum.
Íslendingur á þrítugsaldri hefur játað að hafa reynt að smygla fíkniefnum til Færeyja. Við komuna til landsins var uppi grunur um að hann væri með hass innvortis og var hann því fluttur á spítala til rannsókna þar sem fíkniefnin fundust. Maðurinn játaði í kjölfarið sekt sína.

Samkvæmt frétt Kringvarp um málið er Íslendingurinn 26 ára gamall. 316 grömm af hassi fundust í 101 pakkningu sem maðurinn geymdi innvortis. Maðurinn játaði að hassið væri ekki allt til eigin neyslu og er því ákærður fyrir að að hafa ætlað sölu á því í Færeyjum.

Maðurinn hafði klippt fingurna af gúmmihönskum og fyllt af hassi. Hann gleypti nokkrar pakkningar en stakk öðrum upp í endaþarminn. Manninum verður haldið í gæsluvarðhaldi til 26. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×