Innlent

Svavar tjáir sig ekki

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Svavar Gestsson ætlar að bíða með að tjá sig um nýja samninginn.
Svavar Gestsson ætlar að bíða með að tjá sig um nýja samninginn.
Svavar Gestsson, sem fór fyrir Icesave samninganefndinni fyrir ári síðan, mun ekki tjá sig um Icesave málið að svo komnu. Hins vegar kann að vera að hann tjái sig um það síðar meir.

Eins og kunnugt er náðust samningar í fyrrinótt um lán Breta og Hollendinga til tryggingasjóðs innistæðueigenda með ábyrgð ríkissjóðs Íslands á láninu. Samkvæmt samningunum verða vextir á láni Breta 3,3% en vextir af láni Hollendinga um 3%. Þetta eru umtalsvert lægri vextir en Íslendingum bauðst fyrir ári síðan, en þá var talað um 5,5% vexti.

Búast má við því að það verði ekki fyrr en eftir áramót að Alþingi taki afstöðu til samningsins sem gerður var í fyrrinótt. Samningurinn er háður samþykki Alþingis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×